Innlent

Sluppu ómeiddir eftir veltu en gistu fangageymslur

Tveir menn sluppu ómeiddir, en gista fangageymslur, eftir að bíll þeirra valt út af veginum skammt frá Óseyrarbrú, á milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar, í gærkvöldi.

Vegfarandi tilkynnti lögreglu um málið og voru mennirnir á vettvangi þegar lögregla kom á staðinn, en þeir eru báðir grunaðir um ölvun. Ísing hafði óvænt myndast á veginum, rétt áður en óhappið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×