Innlent

Blysför lýkur með bæn biskups

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eyjamenn minnast þess í dag að fjörutíu ár eru liðin frá eldgosinu á Heimaey þann 23. janúar 1973. Eyjamenn halda upp á daginn með pompi og prakt.

Vestmannaeyingar ætla að koma saman í Landakirkju klukkan 18.45 þar sem stutt helgistund fer fram. Í framhaldinu verður farin blysför niður á höfn og um borð í Herjólf.

Biskup Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir, fer með bæn og í framhaldinu verða veitingastaðir bæjarins opnir fram á kvöld svo fólk geti gert sér dagamun.

Lesendum Vísis er bent á dramatískar myndir frá eldgosinu og uppbyggingu á „eyjunni fögru" á myndavef Heimaslóðar, sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×