Innlent

Sigur Rós í beinni línu á Reddit

Jónsi í Sigur Rós með fiðlubogann fræga
Jónsi í Sigur Rós með fiðlubogann fræga
Meðlimir íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rósar munu svara spurningum aðdáenda á vefsíðunni reddit.com á morgun. Hljómsvein mun svara spurningum beint úr stúdíói í Los Angeles þar sem þeir vinna nú að nýju efni. Á heimasíðu Sigur Rósar segir að aðdáendum sé frjáls að spyrja að því sem þeim dettur í hug.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Íslendingar eru í beinni línu á síðunni, því Jón Gnarr borgarstjóri, sat alls ekki fyrir löngu fyrir svörum á síðunni.

Heimasíða Sigur Rósar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×