Innlent

Íbúðalánasjóður stofnar leigufélag

MYND/GVA
Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur gengið frá stofnun sjálfstæðs leigufélags, sem yfirtekur og rekur rúmlega 520 fasteignir sjóðsins um land allt.

Tæplega 400 eignir eru þegar í útleigu, og munu þeir samningar gilda áfram og leigutakar eiga ekki að verða fyrir óþægindum.

Tilgangur félagsins, sem heitir Klettur, er annarsvegar að aðskilja rekstur fasteigna frá sjóðnum sjálfum, og hinsvegar að auka framboð leiguíbúða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×