78 ára skólabílstjóri fór í ökuhæfnispróf að eigin frumkvæði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2013 11:08 Sæmundur Sigmundsson bílstjóri og eigandi samnefnds rútufyrirtækis í Borgarnesi. Mynd/Skessuhorn Sæmundur Sigmundsson, skólabílstjóri á Vesturlandi, fór að eigin frumkvæði í ökuhæfnispróf í kjölfar gagnrýni við störf sín. Sæmundur stóðst prófið athugasemdalaust. „Það hefur verið hart sótt að mér undanfarna mánuði og hefur gagnrýni á störf mín og meint starfshæfni við skólaakstur ekki einvörðungu skaðað mig persónulega heldur ekki síður rekstur fyrirtækisins," segir Sæmundur í viðtali á Vesturlandsvefnum Skessuhorni. Sæmundur segist í viðtalinu afar ósáttur við ávirðingar starfsmanna Gunnskólans í Borgarnesi síðastliðið haust. Þá kom starfsfólk skólans skriflegri kvörtun um akstur Sæmundar á framfæri við sveitarstjórnar. „ Ég vísa því alfarið á bug að ég sé óhæfur til að aka hópferðabílum og geng reyndar svo langt að kalla þetta einelti í minn garð," segir Sæmundur. Hann viðurkennir að hann sé þó mannlegur eins og aðrir. „Mér hafa orðið á mistök, sem þó hafa aldrei leitt til stórslyss sem betur fer. Ég held hins vegar að enginn sé svo fullkominn að hann komist í gegnum lífið án þess að gera einhver mistök. Engu að síður fullvissa ég fólk um að daginn sem ég ekki verð lengur hæfur til að aka bíl, þá mun ég leggja inn ökuskírteinið og hætta akstri," segir Sæmundur sem hefur árlega farið í sjónmælingu frá því hann komst á áttræðisaldur. Þær hafa komið vel út og nú hefur hann fengið staðfestingu á ökuhæfni sinni í prófi hjá Frumherja. „Það gerði ég í síðustu viku og var útskrifaður án athugasemda eftir rúmlega tveggja tíma akstur á 56 manna hópferðabíl um götur og stræti Reykjavíkur og Mosfellssveitar í dumbungsveðri," segir Sæmundur sem skilur ekki hvað fólki gangi til með ásökunum í sinn garð. „Ég mat það því þannig að ég hefði í raun ekki nema um tvo kosti að ræða. Annars vegar að láta undan þrýstingi sumra í þessu samfélagi og hætta akstri, eða hins vegar að halda honum áfram. Fyrst um sinn ætla ég að velja síðari kostinn og þess vegna fór ég í þetta ökupróf hjá Frumherja, til að sýna fram á að hæfni mín til aksturs er þannig að fólk á ekki að þurfa að efast um hana," segir Sæmundur í viðtalinu á Vesturlandsvefnum Skessuhorni.Viðtalið í heild sinni má sjá á Skessuhorni sem birtir einnig staðfestinguna sem Sæmundur fékk á ökuhæfni sinni. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Sæmundur Sigmundsson, skólabílstjóri á Vesturlandi, fór að eigin frumkvæði í ökuhæfnispróf í kjölfar gagnrýni við störf sín. Sæmundur stóðst prófið athugasemdalaust. „Það hefur verið hart sótt að mér undanfarna mánuði og hefur gagnrýni á störf mín og meint starfshæfni við skólaakstur ekki einvörðungu skaðað mig persónulega heldur ekki síður rekstur fyrirtækisins," segir Sæmundur í viðtali á Vesturlandsvefnum Skessuhorni. Sæmundur segist í viðtalinu afar ósáttur við ávirðingar starfsmanna Gunnskólans í Borgarnesi síðastliðið haust. Þá kom starfsfólk skólans skriflegri kvörtun um akstur Sæmundar á framfæri við sveitarstjórnar. „ Ég vísa því alfarið á bug að ég sé óhæfur til að aka hópferðabílum og geng reyndar svo langt að kalla þetta einelti í minn garð," segir Sæmundur. Hann viðurkennir að hann sé þó mannlegur eins og aðrir. „Mér hafa orðið á mistök, sem þó hafa aldrei leitt til stórslyss sem betur fer. Ég held hins vegar að enginn sé svo fullkominn að hann komist í gegnum lífið án þess að gera einhver mistök. Engu að síður fullvissa ég fólk um að daginn sem ég ekki verð lengur hæfur til að aka bíl, þá mun ég leggja inn ökuskírteinið og hætta akstri," segir Sæmundur sem hefur árlega farið í sjónmælingu frá því hann komst á áttræðisaldur. Þær hafa komið vel út og nú hefur hann fengið staðfestingu á ökuhæfni sinni í prófi hjá Frumherja. „Það gerði ég í síðustu viku og var útskrifaður án athugasemda eftir rúmlega tveggja tíma akstur á 56 manna hópferðabíl um götur og stræti Reykjavíkur og Mosfellssveitar í dumbungsveðri," segir Sæmundur sem skilur ekki hvað fólki gangi til með ásökunum í sinn garð. „Ég mat það því þannig að ég hefði í raun ekki nema um tvo kosti að ræða. Annars vegar að láta undan þrýstingi sumra í þessu samfélagi og hætta akstri, eða hins vegar að halda honum áfram. Fyrst um sinn ætla ég að velja síðari kostinn og þess vegna fór ég í þetta ökupróf hjá Frumherja, til að sýna fram á að hæfni mín til aksturs er þannig að fólk á ekki að þurfa að efast um hana," segir Sæmundur í viðtalinu á Vesturlandsvefnum Skessuhorni.Viðtalið í heild sinni má sjá á Skessuhorni sem birtir einnig staðfestinguna sem Sæmundur fékk á ökuhæfni sinni.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira