Innlent

Þrjú ár fyrir stórfellt fíkniefnasmygl

Hæstiréttur Íslands mildaði dóm yfir fíkniefnasmyglaranum Loga Má Hermannssyni sem var dæmdur á síðasta ári í 3 ára og níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að smygla um 4 kílóum af amfetamíni frá Danmörku til Íslands árið 2009 ásamt fjórum öðrum.

Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að málið hefði dregist óvanalega lengi og því var dómurinn mildaður. En í ljósi þess að Logi Már rauf skilorð með brot sínu þótti ekki ástæða til þess að skilorðsbinda dóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×