Innlent

Tók myndir af nöktum stúlkum í ljósabekk

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann um þrítugt í fimm mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur fjórtán ára stúlkum. Maðurinn játaði að hafa tekið ljósmyndir af þeim nöktum í ljósabekk á sólbaðsstofu án þeirra vitneskju.

Héraðsdómur Vesturlands hafði áður dæmt hann í fimm mánaða fangelsi, þar af 3 mánuði skilorðsbundna.

Maðurinn játaði að hafa í eitt skipti í apríl árið 2008 tekið 44 ljósmyndir af fjórtán ára stúlku þar sem hún lá nakin í ljósabekk á sólbaðsstofu. Í ákæru segir að myndirnar hafi verið teknar í lostugum og ósiðlegum tilgangi. Á 40 myndum af þessum 44 sáust kynfæri hennar greinilega.

Þá játaði hann einnig að í tvö aðgreindskipti í apríl eða maí sama ár, tekið 52 ljósmyndir af annarri fjórtán ára stúlku þar sem hún lá nakin í ljósabekk. Á 42 ljósmyndum af þessum 52 sáust kynfæri hennar greinilega.

Héraðsdómur dæmdi manninn til að greiða stúlkunum 200 þúsund krónur í miskabætur, en Hæstiréttur sýknaði hann af þeim kröfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×