Innlent

Handjárn og olía í Hagkaupum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hin hollenskættuðu handjárn, ásamt barnaolíunni í Hagkaupum.
Hin hollenskættuðu handjárn, ásamt barnaolíunni í Hagkaupum. Mynd/Erla Hlynsdóttir
Hún var óvenjuleg, uppstillingin á borði við snyrtivörudeild Hagkaupa í Smáralind á miðvikudag.

Þar hafði handjárnum verið stillt upp við hlið brúsa af barnaolíu frá Johnson's, fyrir framan skilti sem hvatti viðskiptavini verslunarinnar til að muna eftir bóndadeginum.

Hefð er fyrir því að konur gleðji eiginmenn sína á þessum degi, en bóndadagurinn markar upphaf þorrans samkvæmt gamla íslenska tímatalinu. Virðist uppstillingunni ætlað að gefa hugmyndir um leiðir til þess að gleðja bóndann.

Ekki er vitað hversu lengi uppstillingin fékk að standa, en bóndadagurinn er í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×