Innlent

"Ég er svolítið öðruvísi en Muhammad Ali"

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson
Bardagakappinn Gunnar Nelson var í viðtali hjá Hemma Gunn í þætti þess síðarnefnda á Bylgjunni í dag.

Hemmi og Gunnar fóru um víðan völl en stöldruðu við þegar kom að umræðu um sjálfstraust. Hermann minntist hnefaleikakappans Muhammad Ali sem lét mikið fyrir sér fara.

„Ég er svolítið öðruvísi en Muhammad Ali," sagði Gunnar og uppskar mikinn hlátur hjá gestgjafa sínum.

Gunnar ræddi um ástæður þess að sumir séu duglegir að láta í sér heyra. Hann fer aðrar leiðir.

„Það er ákveðin taktík og fyrst og fremst til að koma sínu fram og vekja athygli. Síðan fyrir suma eru þeir bara að tala í sig eitthvað sjálfstraust."

„Auðvitað er gott að hafa sjálfstraust en það má ekki villa þér sýn. Sjálfstraustið má ekki vera þannig að þú heldur að þú sért bestur, þú sért aðallega góður. Svona hlutir eru svo brothættir. Þú getur ekki reitt þig á þá," sagði Gunnar sem hefur annan skilning á hugtakinu sjálfstrausti.

„Sjálfstraust fyrir mér er tilfinning. Tilfinningin sem nær að róa mig niður í erfiðum aðstæðum. Lætur mig sjá hlutina skýrt."

Hægt er að hlusta á fyrsta hluta viðtalsins í spilaranum hér fyrir ofan. Þá má nálgast alla hlutana þrjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×