Hótaði að lemja mann sem lagði til þyngri lög vegna ofbeldisbrota 11. janúar 2013 20:36 „Það var hringt í farsímann minn, en ekkert númer kom upp. Ég var spurður hvort ég hefði skrifað þessa grein. Ég játaði það og þá byrjaði fúkyrðaflaumurinn," lýsir Magnús B. Jóhannesson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins á Suðurlandi sem fram fer síðar í mánuðinum. Ástæðan fyrir hringingunni er umdeild grein sem Magnús skrifaði í Morgunblaðið fyrr í vikunni en þar lagði hann til að umdeild regla yrði tekin til skoðunar. Það er „Three Strikes" reglan, eða þriggja tækifærareglan. Sú regla varðar afbrot í sumum fylkjum Bandaríkjanna en ef sami einstaklingur fremur þrjú ofbeldisbrot, er hann dæmdur í lífstíðarfangelsi. Útfærsla Magnúsar á greininni er aftur á móti sú að ef einhver hér á landi brjóti alvarlega af sér þrisvar sinnum verði sá sami dæmdur í 25 ára fangelsi án möguleika á reynslulausn. Svo virðist sem greinin hafi farið öfugt ofan í einhverja út í þjóðfélaginu, enda hringdi ókunnugur maður í Magnús og hótaði honum beinlínis líkamsmeiðingum í 36 sekúndna símtali þar sem maðurinn jós svívirðingum yfir Magnús. „Þá náði ég vopnum mínum til baka og skellti á hann," segir Magnús sem lætur ekki deigan síga. „Ég er fjölskyldumaður og ég ætla að leggja mitt af mörkum við að tryggja börnum mínum samfélag sem búandi er í. Og ef ég þarf að taka á mig skítkast vegna þessa, þá verður bara svo að vera," segir Magnús óhræddur. Hægt er að hlusta á fróðlegt viðtal við Magnús hér fyrir ofan, og lesa greinina hans hér. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
„Það var hringt í farsímann minn, en ekkert númer kom upp. Ég var spurður hvort ég hefði skrifað þessa grein. Ég játaði það og þá byrjaði fúkyrðaflaumurinn," lýsir Magnús B. Jóhannesson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins á Suðurlandi sem fram fer síðar í mánuðinum. Ástæðan fyrir hringingunni er umdeild grein sem Magnús skrifaði í Morgunblaðið fyrr í vikunni en þar lagði hann til að umdeild regla yrði tekin til skoðunar. Það er „Three Strikes" reglan, eða þriggja tækifærareglan. Sú regla varðar afbrot í sumum fylkjum Bandaríkjanna en ef sami einstaklingur fremur þrjú ofbeldisbrot, er hann dæmdur í lífstíðarfangelsi. Útfærsla Magnúsar á greininni er aftur á móti sú að ef einhver hér á landi brjóti alvarlega af sér þrisvar sinnum verði sá sami dæmdur í 25 ára fangelsi án möguleika á reynslulausn. Svo virðist sem greinin hafi farið öfugt ofan í einhverja út í þjóðfélaginu, enda hringdi ókunnugur maður í Magnús og hótaði honum beinlínis líkamsmeiðingum í 36 sekúndna símtali þar sem maðurinn jós svívirðingum yfir Magnús. „Þá náði ég vopnum mínum til baka og skellti á hann," segir Magnús sem lætur ekki deigan síga. „Ég er fjölskyldumaður og ég ætla að leggja mitt af mörkum við að tryggja börnum mínum samfélag sem búandi er í. Og ef ég þarf að taka á mig skítkast vegna þessa, þá verður bara svo að vera," segir Magnús óhræddur. Hægt er að hlusta á fróðlegt viðtal við Magnús hér fyrir ofan, og lesa greinina hans hér.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira