Framkoma Íslands á alþjóðavettvangi til skammar 12. janúar 2013 13:14 Bjarni Benediktsson. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði gesti á opnum fundi sem hann hélt í Valhöll í morgun. Hann hóf ræðu sína á því að benda á að 105 dagar væru nú til kosninga. Í síðustu kosningum hafi þjóðin kosið yfir sig vinstri stjórn og í kjölfarið fengið það versta úr báðum stjórnarflokkum: utanríkisstefnu Samfylkingar og atvinnustefnu Vinstri-grænna. „Í stað þess að hvetja almenning og atvinnulífið áfram, og standa með heimilum og fyrirtækjum, voru auknar byrðar lagðar á alla," sagði Bjarni. „Okkar helsta gagnrýni á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar var gert væri ráð fyrir allt of miklum skattahækkunum en það var ekki að því að spyrja - ríkisstjórnin gekk á endanum miklu lengra í skattahækkunum en nokkurn óraði fyrir." Þá sagði Bjarni að samningaviðræður Íslands og Evrópusambandsins væru byggðar á pólitískum hrossakaupum en ekki sameiginlegri sýn eða stefnu. Hann benti á að engin EFTA þjóð hafi verið lengur í aðildarviðræðum en Ísland. „Samt hefur einungis 11 af 35 samningsköflum verið lokað eða innan við einum þriðja. Einhver kynni að spyrja: Og um hvað var samið í þessum 11 köflum? Að hlíta löggjöf ESB. Ekkert annað." sagði Bjarni. „Þegar ég ræði þessa hlið málsins, þessa pólitísku stöðu í ESB málinu á Íslandi, við kollega á öðrum þjóðþingum, missa þeir hreinlega andlitið, enda er þessi framkoma á alþjóðavettvangi til skammar." Þá ítrekaði Bjarni að stjórnvöldum hér á landi væri skylt að tryggja að lífskjör hér á landi verði með því besta sem gerist í heiminum. „Við ætlum ekki að lofa fólki að það verði ókeypis í sund í ágúst og frítt í strætó í október," sagði Bjarni. „Við ætlum að hugsa til langs tíma, sjá til þess að fólk vilji áfram búa á Íslandi og að þeir sem hafi flutt sjái sér fært að koma heim aftur." „Við munum ekki líða dulda skattheimtu, sem með sama áframhaldi gæti orðið að sérstakri og viðurkenndri keppnisgrein milli vinstri flokkanna. Við ætlum að leggja áherslu á frelsi og athafnagleði, - byggja á hugviti og sköpunarkrafti - og við ætlum að lofa fólki því að eftir ár geti það litið til baka og sagt að þessu ári hafi verið vel varið." Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði gesti á opnum fundi sem hann hélt í Valhöll í morgun. Hann hóf ræðu sína á því að benda á að 105 dagar væru nú til kosninga. Í síðustu kosningum hafi þjóðin kosið yfir sig vinstri stjórn og í kjölfarið fengið það versta úr báðum stjórnarflokkum: utanríkisstefnu Samfylkingar og atvinnustefnu Vinstri-grænna. „Í stað þess að hvetja almenning og atvinnulífið áfram, og standa með heimilum og fyrirtækjum, voru auknar byrðar lagðar á alla," sagði Bjarni. „Okkar helsta gagnrýni á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar var gert væri ráð fyrir allt of miklum skattahækkunum en það var ekki að því að spyrja - ríkisstjórnin gekk á endanum miklu lengra í skattahækkunum en nokkurn óraði fyrir." Þá sagði Bjarni að samningaviðræður Íslands og Evrópusambandsins væru byggðar á pólitískum hrossakaupum en ekki sameiginlegri sýn eða stefnu. Hann benti á að engin EFTA þjóð hafi verið lengur í aðildarviðræðum en Ísland. „Samt hefur einungis 11 af 35 samningsköflum verið lokað eða innan við einum þriðja. Einhver kynni að spyrja: Og um hvað var samið í þessum 11 köflum? Að hlíta löggjöf ESB. Ekkert annað." sagði Bjarni. „Þegar ég ræði þessa hlið málsins, þessa pólitísku stöðu í ESB málinu á Íslandi, við kollega á öðrum þjóðþingum, missa þeir hreinlega andlitið, enda er þessi framkoma á alþjóðavettvangi til skammar." Þá ítrekaði Bjarni að stjórnvöldum hér á landi væri skylt að tryggja að lífskjör hér á landi verði með því besta sem gerist í heiminum. „Við ætlum ekki að lofa fólki að það verði ókeypis í sund í ágúst og frítt í strætó í október," sagði Bjarni. „Við ætlum að hugsa til langs tíma, sjá til þess að fólk vilji áfram búa á Íslandi og að þeir sem hafi flutt sjái sér fært að koma heim aftur." „Við munum ekki líða dulda skattheimtu, sem með sama áframhaldi gæti orðið að sérstakri og viðurkenndri keppnisgrein milli vinstri flokkanna. Við ætlum að leggja áherslu á frelsi og athafnagleði, - byggja á hugviti og sköpunarkrafti - og við ætlum að lofa fólki því að eftir ár geti það litið til baka og sagt að þessu ári hafi verið vel varið."
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði