Margir hjúkrunarfræðingar hugsa sér til hreyfings Hugrún Halldórsdóttir skrifar 12. janúar 2013 19:39 Íslenskir hjúkrunarfræðingar fá varla frið fyrir atvinnutilboðum frá Noregi. Tvær ungar hjúkrunarkonur, sem hafa sagt upp störfum á Landspítalanum, hugsa sér til hreyfings og segja fleiri íhuga hið sama. Silja og Birna eru á meðal þeirra tvö hundruð og sextíu hjúkrunarfræðinga sem sögðu upp störfum á Landspítalanum í byrjun desember vegna óánægju með kjör og vinnuaðstæður en þær útskrifuðust síðasta vor. „Ég var eiginlega svolítið í sjokki þegar ég byrjaði hérna eftir 3.árið hvað væri mikið álag hérna , ég var alltaf lengur í vinnunni og náði aldrei að klára það sem ég átti að klára áður en ég fór heim. Það er eiginlega bara búið að vera óbreytt ástand," segir Silja Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur. Fréttastofa sendi póst á um 80 hjúkrunarfræðinga sem útskrifuðust með Silju og Birnu og spurði hvort þeir hefðu í hyggju á að fara til útlanda að vinna, helmingurinn svaraði og voru nánast öll svörin á sama veg: já. Þær stöllur segja marga þegar hafa sótt um leyfi til að starfa í Noregi. „Ég er búin að sækja um leyfi og er í rauninni búin að fá starf og hef fengið tölvupósta og spurð hvort ég ætli ekki að fara að koma og ég vil fara þegar ég vil. Ég er að vísu ekki búin að sækja um leyfið en allar þær sem hafa sótt um leyfið, það er legið á þeim." Spítalinn og yfirvöld geta beitt undanþáguákvæði og framlengt uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði, en frestur til þess rennur út á næstu dögum. Björn Zoega forstjóri spítalans segist í samtali við fréttastofu telja að spítalinn muni ekki beita ákvæðinu, leysa þurfi málið hið fyrsta. Spítalinn þurfi viðbótarfjárframlag frá ríkinu til að endurráða hjúkrunarfræðingana á betri kjörum, en málið er nú í skoðun innan ráðuneyta velferðar- og fjármála. Silja og Birna segja að eftir því sem málið dragist því líklegra sé að hjúkrunarfræðingar leiti út. „Það eru margir að tala um það. Hjúkrunarfræðingar fá hreinlega pósta frá Noregi og eru beðnir um að koma að vinna úti? Já og sérstaklega þeir sem hafa farið einu sinni, það er ítrekað beðið þá um að koma aftur," segir Birna Hrönn Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingar áætla að halda samstöðufund í næstu viku en að öllu óbreyttu taka uppsagnirnar gildi 1.mars. „það er alltof lítið að gerast. Okkur finnst í rauninni að það sé ekki verið að taka nógu hratt á þessu." Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Íslenskir hjúkrunarfræðingar fá varla frið fyrir atvinnutilboðum frá Noregi. Tvær ungar hjúkrunarkonur, sem hafa sagt upp störfum á Landspítalanum, hugsa sér til hreyfings og segja fleiri íhuga hið sama. Silja og Birna eru á meðal þeirra tvö hundruð og sextíu hjúkrunarfræðinga sem sögðu upp störfum á Landspítalanum í byrjun desember vegna óánægju með kjör og vinnuaðstæður en þær útskrifuðust síðasta vor. „Ég var eiginlega svolítið í sjokki þegar ég byrjaði hérna eftir 3.árið hvað væri mikið álag hérna , ég var alltaf lengur í vinnunni og náði aldrei að klára það sem ég átti að klára áður en ég fór heim. Það er eiginlega bara búið að vera óbreytt ástand," segir Silja Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur. Fréttastofa sendi póst á um 80 hjúkrunarfræðinga sem útskrifuðust með Silju og Birnu og spurði hvort þeir hefðu í hyggju á að fara til útlanda að vinna, helmingurinn svaraði og voru nánast öll svörin á sama veg: já. Þær stöllur segja marga þegar hafa sótt um leyfi til að starfa í Noregi. „Ég er búin að sækja um leyfi og er í rauninni búin að fá starf og hef fengið tölvupósta og spurð hvort ég ætli ekki að fara að koma og ég vil fara þegar ég vil. Ég er að vísu ekki búin að sækja um leyfið en allar þær sem hafa sótt um leyfið, það er legið á þeim." Spítalinn og yfirvöld geta beitt undanþáguákvæði og framlengt uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði, en frestur til þess rennur út á næstu dögum. Björn Zoega forstjóri spítalans segist í samtali við fréttastofu telja að spítalinn muni ekki beita ákvæðinu, leysa þurfi málið hið fyrsta. Spítalinn þurfi viðbótarfjárframlag frá ríkinu til að endurráða hjúkrunarfræðingana á betri kjörum, en málið er nú í skoðun innan ráðuneyta velferðar- og fjármála. Silja og Birna segja að eftir því sem málið dragist því líklegra sé að hjúkrunarfræðingar leiti út. „Það eru margir að tala um það. Hjúkrunarfræðingar fá hreinlega pósta frá Noregi og eru beðnir um að koma að vinna úti? Já og sérstaklega þeir sem hafa farið einu sinni, það er ítrekað beðið þá um að koma aftur," segir Birna Hrönn Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Hjúkrunarfræðingar áætla að halda samstöðufund í næstu viku en að öllu óbreyttu taka uppsagnirnar gildi 1.mars. „það er alltof lítið að gerast. Okkur finnst í rauninni að það sé ekki verið að taka nógu hratt á þessu."
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði