Enski boltinn

Tilbúin í hjónaband á ný

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Óhætt er að segja að gleðin hafi skinið úr andliti Jose Mourinho í viðtali við sjónvarpsstöð Chelsea í gær.

„Ég er mjög glaður. Ég þurfti að búa mig undir að láta tilfinningarnar ekki bera mig ofurliði við komuna hingað. En ég er ánægður," sagði Mourinho sem gerði Chelsea að Englandsmeisturum árið 2005 og 2006.

„Ákvörðunin var auðveld. Ég hitti eigandann og á fimm mínútum, eftir mjög stuttar og skilvirkar spurningar, ákváðum við þetta,"segir Mourinhio. Hann segist hafa spurt eigandann Roman Abramovich hvort hann vildi fá sig aftur. Abramovic hafi spurt hann hvort hann vildi koma aftur. Tveimur mínútum síðar var ákvörðunin tekin.

Mourinho yfirgaf Chelsea á nokkuð súrum nótum árið 2007. Síðan hefur hann stýrt Inter og Real Madrid en aðrir setið í stjórasæti Chelsea og titlarnir haldið áfram að skila sér í hús.

„Það var fullkomin tímasetning fyrir mig að yfirgefa Chelsea. Ég náði að gera það sem ég vildi gera og Chelsea náði í mikilvæga titla. Nú erum við saman á ný og það gerist á góðu augnabliki fyrir báða aðila. Nú erum við tilbúin að giftast á nýjan leik og verða hamingjusöm og sigursæl."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×