Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fram - ÍBV 0-1 Sigmar Sigfússon skrifar 13. september 2013 09:27 Barátta í leiknum í kvöld. mynd/daníel Skrautlegt mark varnarmannsins Matt Garner dugði fyrir ÍBV gegn Fram á Laugardalsvellinum í kvöld. ÍBV komst með sigrinum upp að hlið Vals í deildinni. Fyrri hálfleikur var ansi bragðdaufur svona heilt yfir. Heimamenn byrjuðu þó betur og komust í ágætis færi. Guðjón Orri Sigurðsson, markmaður ÍBV, varði vel á þeim kafla en hann kom inn í lið Eyjamanna í fjarveru David James. Ber þar helst að nefna dauðafæri sem Haukur Baldvinsson fékk eftir frákast af vörslu Guðjóns en skot hans fór í varnarmann. Almarr Ormarsson átti fyrra skotið sem var fast og Guðjón þurfti að hafa sig allan fram við að verja. Næstu mínútur voru frekar daufar. Það breyttist á 32. mínútu en þá kom fyrsta og eina mark leiksins. Gestirnir buðu upp á það og var það ansi skrautlegt. Matt Garner átti þá fast skot langt fyrir utan teig sem fer í Framarann, Halldór Arnarsson, og í autt markhornið. Ögmundur, markmaður Fram, var mættur í hitt hornið og hefði að öllum líkindum varið skotið frá Garner en boltinn rúllaði hægt í hitt hornið. Svekkjandi fyrir Framara. Eyjamenn héldu forystunni allan leikinn og seinni hálfleikur var tilburðalítill sömuleiðis. Framarar settu smá pressu á ÍBV á lokamínútunum en það vantaði upp á gæðin til þess að klára færin. Viktor Bjarki Arnarsson, miðjumaður Fram, fékk rauðaspjaldið á 90. mínútu eftir að hafa fengið tvö gul með tveggja mínútu millibili. Klaufalega gert hjá reynslumiklum leikmanni.Gregg Oliver: Fyrstu tíu mínúturnar voru á tæpasta vaði hjá okkur Gregg Oliver Ryder var þjálfari Eyjamanna í kvöld í fjarveru Hermanns og David James. „ Við erum ánægðir eftir þennan leik og okkur fannst við eiga góðan leik. Fyrstu tíu mínúturnar voru á tæpasta vaði hjá okkur en mér fannst við spila góðan bolta á löngum köflum,“ sagði Gregg Oliver Ryder. „Við erum virkilega glaðir með þennan sigur. Það má segja að þetta hafi verið heppni í markinu en ef maður skýtur ekki á markið að þá skorar maður ekki,“ sagði Gregg þegar hann var spurður út í markið sem ÍBV skoraði í leiknum. „Guðjón var mjög góður í markinu og varði virkilega vel á köflum. Reynslan sem David James hefur komið með inn á æfingasvæðið er greinilega að borga sig,“ sagði Gregg að lokum.Ríkharður: Á meðan það er tölfræðilegur möguleiki berjumst við áfram „Við fengum sjö eða átta tilraunir á fyrstu 25. mínútunum en nýtum ekki færin okkar. Þá bíður maður hættunni heim og það var sem gerðist. Við fáum á okkur rosalega ódýrt mark og náðum ekki að koma okkur inn í leikinn aftur. Við vorum ekki góðir í seinni hálfleik,“ sagði fyrverandi landsliðsmaðurinn og þjálfari Fram, Ríkharður Daðason, ósáttur eftir leikinn. „Við höfum sagt það í nokkrar umferðir núna að við þurfum stig og eftir því sem leikjunum líður að drögumst við nær og nær hættusvæðinu. En ef að úrslitinn koma á móti okkur að þá erum við komnir á fullu inn í þetta,“ „Á meðan það er tölfræðilegur möguleiki berjumst við áfram,“ sagði Ríkharður að lokum.Brynjar Gauti: Við vorum lengi í gang „Ég er ánægður með þrjú stig út úr þessum leik. Þetta var ekki fjörugasti leikur sem ég hef spilað en við settum eina markið í leiknum og héldum hreinu. Það er nóg,“ sagði Snæfellingurinn, Brynjar Gauti Guðjónsson, eftir leikinn. „Það sást kannski aðeins í upphafi leiks að við vorum búnir að vera í lengri leikjapásu. Við vorum lengi í gang. Við héldum boltanum ekki nógu vel og þetta var opinn leikur. Framarar fengu sín færi þá en sem betur fer nýttu þeir þau ekki,“ sagði Brynjar Gauti og bætti við: „Guðjón er búinn að standa sig mjög vel í þeim leikjum sem hann hefur spilað í sumar og er farinn að gera tilkall til þess að verða markmaður númer eitt,“ sagði hinn brosmildi Brynjar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Skrautlegt mark varnarmannsins Matt Garner dugði fyrir ÍBV gegn Fram á Laugardalsvellinum í kvöld. ÍBV komst með sigrinum upp að hlið Vals í deildinni. Fyrri hálfleikur var ansi bragðdaufur svona heilt yfir. Heimamenn byrjuðu þó betur og komust í ágætis færi. Guðjón Orri Sigurðsson, markmaður ÍBV, varði vel á þeim kafla en hann kom inn í lið Eyjamanna í fjarveru David James. Ber þar helst að nefna dauðafæri sem Haukur Baldvinsson fékk eftir frákast af vörslu Guðjóns en skot hans fór í varnarmann. Almarr Ormarsson átti fyrra skotið sem var fast og Guðjón þurfti að hafa sig allan fram við að verja. Næstu mínútur voru frekar daufar. Það breyttist á 32. mínútu en þá kom fyrsta og eina mark leiksins. Gestirnir buðu upp á það og var það ansi skrautlegt. Matt Garner átti þá fast skot langt fyrir utan teig sem fer í Framarann, Halldór Arnarsson, og í autt markhornið. Ögmundur, markmaður Fram, var mættur í hitt hornið og hefði að öllum líkindum varið skotið frá Garner en boltinn rúllaði hægt í hitt hornið. Svekkjandi fyrir Framara. Eyjamenn héldu forystunni allan leikinn og seinni hálfleikur var tilburðalítill sömuleiðis. Framarar settu smá pressu á ÍBV á lokamínútunum en það vantaði upp á gæðin til þess að klára færin. Viktor Bjarki Arnarsson, miðjumaður Fram, fékk rauðaspjaldið á 90. mínútu eftir að hafa fengið tvö gul með tveggja mínútu millibili. Klaufalega gert hjá reynslumiklum leikmanni.Gregg Oliver: Fyrstu tíu mínúturnar voru á tæpasta vaði hjá okkur Gregg Oliver Ryder var þjálfari Eyjamanna í kvöld í fjarveru Hermanns og David James. „ Við erum ánægðir eftir þennan leik og okkur fannst við eiga góðan leik. Fyrstu tíu mínúturnar voru á tæpasta vaði hjá okkur en mér fannst við spila góðan bolta á löngum köflum,“ sagði Gregg Oliver Ryder. „Við erum virkilega glaðir með þennan sigur. Það má segja að þetta hafi verið heppni í markinu en ef maður skýtur ekki á markið að þá skorar maður ekki,“ sagði Gregg þegar hann var spurður út í markið sem ÍBV skoraði í leiknum. „Guðjón var mjög góður í markinu og varði virkilega vel á köflum. Reynslan sem David James hefur komið með inn á æfingasvæðið er greinilega að borga sig,“ sagði Gregg að lokum.Ríkharður: Á meðan það er tölfræðilegur möguleiki berjumst við áfram „Við fengum sjö eða átta tilraunir á fyrstu 25. mínútunum en nýtum ekki færin okkar. Þá bíður maður hættunni heim og það var sem gerðist. Við fáum á okkur rosalega ódýrt mark og náðum ekki að koma okkur inn í leikinn aftur. Við vorum ekki góðir í seinni hálfleik,“ sagði fyrverandi landsliðsmaðurinn og þjálfari Fram, Ríkharður Daðason, ósáttur eftir leikinn. „Við höfum sagt það í nokkrar umferðir núna að við þurfum stig og eftir því sem leikjunum líður að drögumst við nær og nær hættusvæðinu. En ef að úrslitinn koma á móti okkur að þá erum við komnir á fullu inn í þetta,“ „Á meðan það er tölfræðilegur möguleiki berjumst við áfram,“ sagði Ríkharður að lokum.Brynjar Gauti: Við vorum lengi í gang „Ég er ánægður með þrjú stig út úr þessum leik. Þetta var ekki fjörugasti leikur sem ég hef spilað en við settum eina markið í leiknum og héldum hreinu. Það er nóg,“ sagði Snæfellingurinn, Brynjar Gauti Guðjónsson, eftir leikinn. „Það sást kannski aðeins í upphafi leiks að við vorum búnir að vera í lengri leikjapásu. Við vorum lengi í gang. Við héldum boltanum ekki nógu vel og þetta var opinn leikur. Framarar fengu sín færi þá en sem betur fer nýttu þeir þau ekki,“ sagði Brynjar Gauti og bætti við: „Guðjón er búinn að standa sig mjög vel í þeim leikjum sem hann hefur spilað í sumar og er farinn að gera tilkall til þess að verða markmaður númer eitt,“ sagði hinn brosmildi Brynjar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira