Þrettán ára með eigið tískublogg Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 12. mars 2013 09:30 Ólavía Grímsdóttir er þrettán ára mær sem gengur í Foldaskóla. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún sterkar skoðanir á öllu sem við kemur tísku og heldur úti tískublogginu OliviaGrims. Ólavía segist hafa verið aðeins níu ára þegar tískuáhuginn kviknaði fyrir alvöru og hún byrjaði að horfa á Project Runway og fletta tískutímaritum á borð við Vogue og i-D. Hana dreymir um að starfa innan bransans og stefnir hátt.Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á tísku? „Ég held að það hafi verið stóra systir mín sem kveikti í áhuganum hjá mér, en ég var alltaf að stelast í tískublöðin hennar. Eitt kvöld þegar að ég var níu ára og systir mín þrettán horfðum við á The september Issue og eftir það höfum við sett okkur markmið að vinna innan tískugeirans. Í dag er stefnan sú sama, ég held út blogginu mínu ásamt því að taka saumanámskeið og systir mín vinnur hjá NUDE Magazine."Ólavía hefur gaman að því að klæða sig upp og taka myndir.Tekur þú eftir því að jafnaldrar þínir séu mikið að spá í tískunni? „Jafnaldrar mínir skilgreina tísku kannski aðeins öðruvísi en ég og pæla þá öðruvísi í hlutunum. Ef ég myndi spyrja vinkonur mínar hvað væri í tísku myndi ég fá svarið „Disco Pants og Adidas peysur." Þannig flíkur eru mjög eftirsóttar meðal krakka á mínum aldri en kannski ekki beint það sem er í tísku samkvæmt tískumiðlunum."Ólavía segir Diskó buxurnar vera vinsælar meðal jafnaldra sinna.Átt þú þér einhverja uppáhalds hönnuði? „Hérlendis eru uppáhalds hönnuðir mínir Eygló og Harpa Einars. Einnig finnst mér herralínan frá Guðmundi Jörundarsyni sjúklega flott. Erlendis er það Oliver Roustein sem hannar fyrir Balmain, Stella McCartney, Karl Lagerfeld og svo er Alexander Wang minn allra uppáhalds."Hvaða tískublogg skoðar þú sjálf reglulega? „Ég fylgist með NUDE Magazine og Trendneti hérlendis. Ég skrolla yfir meira en þrjátíu erlendar síður til að ná mér í innblástur og hugmyndir fyrir bloggið mitt, þeirra á meðal eru vogue.com, style.com, elle.com og fashionista.com."Ólavía Grímsdóttir er upprennandi tískuspekúlant.Langar þig til að starfa innan tískugeirans þegar þú verður eldri? „ Já! Stefnan er að starfa innan tískugeirans. Karl Lagerfeld er fyrirmynd líf míns, hann er einstaklega hæfileikaríkur og vinnur bæði sem fatahönnuður og ljósmyndari. Ég hef brennandi áhuga á fatahönnun og ljósmyndun og langar að verða eins og hann."Blogg Ólavíu er hægt að skoða hér.Tískukóngurinn Karl Lagerfeld er í miklu uppáhaldi. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Ólavía Grímsdóttir er þrettán ára mær sem gengur í Foldaskóla. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún sterkar skoðanir á öllu sem við kemur tísku og heldur úti tískublogginu OliviaGrims. Ólavía segist hafa verið aðeins níu ára þegar tískuáhuginn kviknaði fyrir alvöru og hún byrjaði að horfa á Project Runway og fletta tískutímaritum á borð við Vogue og i-D. Hana dreymir um að starfa innan bransans og stefnir hátt.Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á tísku? „Ég held að það hafi verið stóra systir mín sem kveikti í áhuganum hjá mér, en ég var alltaf að stelast í tískublöðin hennar. Eitt kvöld þegar að ég var níu ára og systir mín þrettán horfðum við á The september Issue og eftir það höfum við sett okkur markmið að vinna innan tískugeirans. Í dag er stefnan sú sama, ég held út blogginu mínu ásamt því að taka saumanámskeið og systir mín vinnur hjá NUDE Magazine."Ólavía hefur gaman að því að klæða sig upp og taka myndir.Tekur þú eftir því að jafnaldrar þínir séu mikið að spá í tískunni? „Jafnaldrar mínir skilgreina tísku kannski aðeins öðruvísi en ég og pæla þá öðruvísi í hlutunum. Ef ég myndi spyrja vinkonur mínar hvað væri í tísku myndi ég fá svarið „Disco Pants og Adidas peysur." Þannig flíkur eru mjög eftirsóttar meðal krakka á mínum aldri en kannski ekki beint það sem er í tísku samkvæmt tískumiðlunum."Ólavía segir Diskó buxurnar vera vinsælar meðal jafnaldra sinna.Átt þú þér einhverja uppáhalds hönnuði? „Hérlendis eru uppáhalds hönnuðir mínir Eygló og Harpa Einars. Einnig finnst mér herralínan frá Guðmundi Jörundarsyni sjúklega flott. Erlendis er það Oliver Roustein sem hannar fyrir Balmain, Stella McCartney, Karl Lagerfeld og svo er Alexander Wang minn allra uppáhalds."Hvaða tískublogg skoðar þú sjálf reglulega? „Ég fylgist með NUDE Magazine og Trendneti hérlendis. Ég skrolla yfir meira en þrjátíu erlendar síður til að ná mér í innblástur og hugmyndir fyrir bloggið mitt, þeirra á meðal eru vogue.com, style.com, elle.com og fashionista.com."Ólavía Grímsdóttir er upprennandi tískuspekúlant.Langar þig til að starfa innan tískugeirans þegar þú verður eldri? „ Já! Stefnan er að starfa innan tískugeirans. Karl Lagerfeld er fyrirmynd líf míns, hann er einstaklega hæfileikaríkur og vinnur bæði sem fatahönnuður og ljósmyndari. Ég hef brennandi áhuga á fatahönnun og ljósmyndun og langar að verða eins og hann."Blogg Ólavíu er hægt að skoða hér.Tískukóngurinn Karl Lagerfeld er í miklu uppáhaldi.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira