Tjónið nemur hundruð þúsunda króna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. janúar 2013 18:57 Ljóst er að tjón vegna vegablæðinga nemur hundruð þúsunda króna. Vegagerðin hefur fengið tilkynningar um ónýtar vegklæðningar víða um land. Ökumenn eru hvattir til að hafa varann á en hreinsunarstarf mun halda áfram næstu daga. Enn er ekki vitað fyrir víst hvað veldur þessum blæðingum á vegum. Grunur leikur á að samspil tíðarfarsins eigi hlut að máli. Undanfarið hefur verið frost og þýða til skiptis. Samhliða því hefur Vegagerðin staðið í því að hálkuverja vegina en líklegt þykir að tjöru- og malarblæðinguna megi rekja til tilrauna Vegagerðarinnar með lífolíu. Fyrst fór að bera á blæðingunum snemma í morgun en ástandið hefur verið hvað verst á norðurleiðinni. Mikil hætta getur skapast þegar ekið á vegum sem blæðir úr og á það jafnt við um fólksbíla og flutningabíla. Þá eru dæmi um að ökumenn hafi þurft að sveigja hjá stórum tjörustykkjum sem fallið hafa undan bílum. Gert er ráð fyrir að hreinsun á vegum muni halda áfram næstu daga. „Það er mismikið eftir bílum en það eru tjón á þeim. Til dæmis hafa speglar brotnað, þetta er hörmung," segir Jóhann Hjálmarsson, bílstjóri hjá Farmflutningum ehf. Fjölmargir hafa haft samband við Sjóvá í dag eftir að hafa orðið fyrir tjóni vegna blæðinganna. Heildarfjöldi tjónatilkynninga liggur ekki fyrir en ljóst er að tjónið er mikið. „Þetta er mikið tjón, ég held að það sé hægt að áætla tvö til þrjú hundruð þúsund krónur á bíl til að byrja með," segir Magnús Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunnar. En hvað er hægt að gera til að komast hjá þessu? „Að fara varlega, sérstaklega þegar bílar mætast," segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Ljóst er að tjón vegna vegablæðinga nemur hundruð þúsunda króna. Vegagerðin hefur fengið tilkynningar um ónýtar vegklæðningar víða um land. Ökumenn eru hvattir til að hafa varann á en hreinsunarstarf mun halda áfram næstu daga. Enn er ekki vitað fyrir víst hvað veldur þessum blæðingum á vegum. Grunur leikur á að samspil tíðarfarsins eigi hlut að máli. Undanfarið hefur verið frost og þýða til skiptis. Samhliða því hefur Vegagerðin staðið í því að hálkuverja vegina en líklegt þykir að tjöru- og malarblæðinguna megi rekja til tilrauna Vegagerðarinnar með lífolíu. Fyrst fór að bera á blæðingunum snemma í morgun en ástandið hefur verið hvað verst á norðurleiðinni. Mikil hætta getur skapast þegar ekið á vegum sem blæðir úr og á það jafnt við um fólksbíla og flutningabíla. Þá eru dæmi um að ökumenn hafi þurft að sveigja hjá stórum tjörustykkjum sem fallið hafa undan bílum. Gert er ráð fyrir að hreinsun á vegum muni halda áfram næstu daga. „Það er mismikið eftir bílum en það eru tjón á þeim. Til dæmis hafa speglar brotnað, þetta er hörmung," segir Jóhann Hjálmarsson, bílstjóri hjá Farmflutningum ehf. Fjölmargir hafa haft samband við Sjóvá í dag eftir að hafa orðið fyrir tjóni vegna blæðinganna. Heildarfjöldi tjónatilkynninga liggur ekki fyrir en ljóst er að tjónið er mikið. „Þetta er mikið tjón, ég held að það sé hægt að áætla tvö til þrjú hundruð þúsund krónur á bíl til að byrja með," segir Magnús Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunnar. En hvað er hægt að gera til að komast hjá þessu? „Að fara varlega, sérstaklega þegar bílar mætast," segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira