Lífið

Koma til landsins til að dansa lindy hopp

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Eiríkur Guðmundsson skipuleggur swing-danshátíð. Von er á fjölda erlenda gesta til landsins.fréttablaðið/Stefán
Eiríkur Guðmundsson skipuleggur swing-danshátíð. Von er á fjölda erlenda gesta til landsins.fréttablaðið/Stefán
„Hugmyndin með hátíðinni er sú að gestirnir kynnist landinu og náttúrunni á daginn og á kvöldin sameinumst við og dönsum saman,“ segir Eiríkur Guðmundsson, danskennari og einn skipuleggjenda swing-danshátíðar sem fram fer á Íslandi dagana 12.-18. ágúst.

Um 80 gestir koma hingað til lands víðs vegar að úr heiminum til þess að njóta íslenskrar náttúru og dansa svokallað lindy hopp. „Þetta eru allt dansarar í sínum heimaborgum sem kunna þennan dans. Dansinn var fundinn upp af blökkumönnum í New York í kringum 1920 og er talinn langafi allra swing-dansa eins og við þekkjum þá í dag,“ segir Eiríkur.

Fjórar íslenskar hljómsveitir munu halda uppi stuðinu á hátíðinni, þar á meðal sextett Hauks Gröndal. „Við verðum með þrjá dansleiki í Iðnó í Reykjavík og svo tvo dansleiki í Edinborgarhúsinu á Ísafirði en þar mun hljómsveitin Hrafnaspark spila fyrir okkur.“

Það var dansarinn Hakan Durak sem setti hátíðina á laggirnar árið 2009 en hún hefur vaxið og dafnað með hverju árinu. „Fyrsta árið komu um fimmtíu gestir og svo hefur bæst aðeins í þetta. Núna er fjöldinn kominn upp í áttatíu svo þetta verður ferlega gaman.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.