Fótbolti

Eiður orðaður við Perth Glory

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í leik með Cercle Brugge.
Eiður Smári í leik með Cercle Brugge. Nordic Photos / Getty Images
Fjölmiðlar í Ástralíu segja að úrvalsdeildarfélagið Perth Glory hafi áhuga á að fá Eið Smára Guðjohnsen í sínar raðir.

Michael Owen, leikmaður Stoke City, hafði einnig verið orðaður við félagið en stjóri Perth, Ian Ferguson, sagði við fjölmiðla ytra að ekkert hefði komið úr viðræðum við fulltrúa Owen.

„Ég er að leita að yngri leikmanni og einhverjum sem hefur verið að spila reglulega. Ég er enn með nokkur járn í eldinum," sagði Ferguson.

Owen er einu ári yngri en Eiður Smári sem hefur þó verið að spila reglulega með Cercle Brugge í belgísku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×