Innlent

Tveir íslenskir Útlagar með dóp

Stígur Helgason skrifar
Ekki liggur fyrir hvort þessir tveir, sem hér sjást bíða félaga sinna fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur, voru í Noregi um helgina.
Ekki liggur fyrir hvort þessir tveir, sem hér sjást bíða félaga sinna fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur, voru í Noregi um helgina.
Tveir íslenskir liðsmenn samtakanna Outlaws voru teknir með fíkniefni á síðbúinni jólaskemmtun samtakanna í Greverud í Austur-Noregi á laugardagskvöld.

Frá þessu segir á vef Østlandets Blad. Yfir hundrað félagar í samtökunum komu saman á skemmtuninni.

Sextán erlendir gestir voru handteknir á landamærunum og snúið við, þeirra á meðal sex Íslendingar.

Østlandets Blad segir að lögregla hafi fylgst feikilega vel með því sem fram fór í Greverud en þrátt fyrir það hafi þrír menn verið teknir með neysluskammta af fíkniefnum. Tveir voru íslenskir og sá þriðji norskur. Sá norski var með heldur meira magn en Íslendingarnir, en þó ekki meira en svo að það flokkaðist sem neysluskammtur.

Þá fann lögregla einnig fíkniefni í vegkantinum sem talið er að gestir á samkomunni hafi fleygt frá sér þegar þeir urðu varir við lögreglu í nágrenninu.

Enn fremur var ólöglegur piparúði gerður upptækur. Það varðar við vopnalög að hafa hann í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×