Svangur fangi lagði sér dýnu til munns Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. janúar 2013 14:35 Það skal ósagt látið hvert næringargildið í svampdýnum er. Karlmaður, sem handtekinn var á dögunum þegar hann neitaði að greiða reikning á Flughóteli Keflavíkur, hefur verið dæmdur til að greiða ríkissjóði 20 þúsund krónur. Ástæðan er sú að á meðan að hann dvaldi í fangaklefa, yfir eina nótt, beit hann gat á dýnu sem var inni í fangaklefanum. Skýrsla var tekin af ákærða hjá lögreglu að morgni 1. desember 2011. Þar segist maðurinn viðurkenna að hafa skemmt dýnuna en hann segist hafa bitið í dýnuna og tekið gervileðrið af henni. Það hafi fokið gífurlega í ákærða við að hafa verið handtekinn vegna starfsmanns á hótelinu. Kvaðst maðurinn ekki geta útskýrt hvers vegna hann hafi eyðilagt dýnuna en hann hafi bara orðið svo reiður að lenda í fangelsi eftir að hafa farið út að borða. Aðspurður kvaðst hann fús til að greiða fyrir skemmdirnar og hann viti að hann eigi ekki að gera svona hluti. Maðurinn viðurkenndi líka fyrir Héraðsdómi Reykjaness að hafa eyðilagt umrædda dýnu en það hafi verið nauðsyn að éta dýnuna vegna hungurs. Hann eigi því ekki að sæta refsingu. Aðspurður fyrir dóminum hvort hann hafi ekki verið að koma úr mat á hóteli þegar hann var handtekinn, kvaðst hann hafa fengið forrétt, sem hafi verið ávaxtadiskur ásamt salati en félagi hans hafi fengið kalda súpu. Þá hafi þeir fengið rauðvínsflösku sem þeir hafi rétt verið byrjaðir á. Í dómsniðurstöðu kemur fram að frásögn og skýringar mannsins um að hann hafi verið svo soltinn að hann hafi ekki átt annan kost en að leggja sér svampdýnu til munns svo fráleita að virða verður hana að vettugi. Maðurinn hafi fengið í það minnsta þvisvar sinnum að drekka yfir nóttina og var einnig boðið kaffi sem hann afþakkaði. Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Karlmaður, sem handtekinn var á dögunum þegar hann neitaði að greiða reikning á Flughóteli Keflavíkur, hefur verið dæmdur til að greiða ríkissjóði 20 þúsund krónur. Ástæðan er sú að á meðan að hann dvaldi í fangaklefa, yfir eina nótt, beit hann gat á dýnu sem var inni í fangaklefanum. Skýrsla var tekin af ákærða hjá lögreglu að morgni 1. desember 2011. Þar segist maðurinn viðurkenna að hafa skemmt dýnuna en hann segist hafa bitið í dýnuna og tekið gervileðrið af henni. Það hafi fokið gífurlega í ákærða við að hafa verið handtekinn vegna starfsmanns á hótelinu. Kvaðst maðurinn ekki geta útskýrt hvers vegna hann hafi eyðilagt dýnuna en hann hafi bara orðið svo reiður að lenda í fangelsi eftir að hafa farið út að borða. Aðspurður kvaðst hann fús til að greiða fyrir skemmdirnar og hann viti að hann eigi ekki að gera svona hluti. Maðurinn viðurkenndi líka fyrir Héraðsdómi Reykjaness að hafa eyðilagt umrædda dýnu en það hafi verið nauðsyn að éta dýnuna vegna hungurs. Hann eigi því ekki að sæta refsingu. Aðspurður fyrir dóminum hvort hann hafi ekki verið að koma úr mat á hóteli þegar hann var handtekinn, kvaðst hann hafa fengið forrétt, sem hafi verið ávaxtadiskur ásamt salati en félagi hans hafi fengið kalda súpu. Þá hafi þeir fengið rauðvínsflösku sem þeir hafi rétt verið byrjaðir á. Í dómsniðurstöðu kemur fram að frásögn og skýringar mannsins um að hann hafi verið svo soltinn að hann hafi ekki átt annan kost en að leggja sér svampdýnu til munns svo fráleita að virða verður hana að vettugi. Maðurinn hafi fengið í það minnsta þvisvar sinnum að drekka yfir nóttina og var einnig boðið kaffi sem hann afþakkaði.
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira