Vernda þarf ungt fólk fyrir ákafri markaðsetningu á tóbaki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2013 15:28 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, segir sjálfsagt að ríkisvaldið gangi hart fram í að vernda ungt fólk fyrir markaðssetningu tóbaki. Það verði þó að gera með málefnalegum hætti. Velferðarnefnd fundaði með hagsmunaaðilum í morgun. Fulltrúar Félags atvinnurekenda, Samtaka verslunar og þjónustu, Rolf Johansen og Urriðafoss sátu fundinn. Að sögn Sigríðar komu þeir á framfæri óánægju sinni með ákvæði frumvarpsins sem banni sölu á vöru sem höfði sérstaklega til ungs fólks. „Þeir telja huglægt mat of mikið í því ákvæði," segir Sigríður Ingibjörg í samtali við Vísi. Hún segir fulltrúa hagsmunaaðila meðal annars telja að velferðarráðherra sé of mikið vald fært með reglugerðarheimild varðandi kornastærð tóbaks. Forsvarsmenn Urriðafoss sögðu í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að frumvarpið bryti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ástæðan, segja þeir, er sú að erfitt sé að mæla kornastærð neftóbaksins Skugga, sem Urriðafoss flytur inn, þar sem rakastig er mjög hátt. Sé ekki hægt að mæla kornastærð geti stjórnvöld komið í veg fyrir innflutning á tóbakinu. Páskaungarnir dæmi um óskýr lög„Þegar dregur úr notkun reykinga reyna menn auðvitað að markaðsetja tóbaksvöru með nýjum hætti og ná til markhópa. Löggjafinn reynir að koma í veg fyrir að það sé hægt. Það getur verið snúið og vandasamt að gera það með málefnalegum hætti," segir Sigríður. Hún segir fundargesti sína hafa bent á auglýsingar með páskaungum á bjórdósum sem dæmi um mál þar sem lög séu ekki nógu skýr hvað auglýsingar tóbaks og áfengis ræðir. „Fyrir mína parta finnst mér sjálfsagt að ríkisvaldið gangi eins langt og hægt er í að vernda ungt fólk fyrir aggresívri markaðssetningu. Á hinn bóginn vill maður heldur ekki að það sé gert með gerræðislegum hætti," segir Sigríður. Málið verður áfram til umfjöllunar hjá nefndinni og Sigríður segir að í ljós verði að koma hvort gerðar verði tillögur að breytingum á frumvarpi velferðarráðherra eður ei. Tengdar fréttir Tilgangslaust að banna munntóbak ef reykingar eru leyfðar Yfirlæknir og lækningaforstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telja að lítill sem enginn ávinningur sé af því að banna munntóbak á meðan enn sé hægt að kaupa sígarettur og annað reyktóbak á markaðnum. Þetta kemur fram í umsögn þeirra um frumvarp velferðarráðherra um bann við sölu skrotóbaks. 16. janúar 2013 12:15 Breytingar á tóbakslögum sérsniðnar að þörfum ÁTVR Lögmaður neftóbaksinnflytjanda segir að frumvarp velferðarráðherra um breytingar á tóbakslögum sé sérsniðið að þörfum ÁTVR. Frumvarpið banni sölu á öllu neftóbaki nema því sem ÁTVR framleiðir. 17. janúar 2013 18:36 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, segir sjálfsagt að ríkisvaldið gangi hart fram í að vernda ungt fólk fyrir markaðssetningu tóbaki. Það verði þó að gera með málefnalegum hætti. Velferðarnefnd fundaði með hagsmunaaðilum í morgun. Fulltrúar Félags atvinnurekenda, Samtaka verslunar og þjónustu, Rolf Johansen og Urriðafoss sátu fundinn. Að sögn Sigríðar komu þeir á framfæri óánægju sinni með ákvæði frumvarpsins sem banni sölu á vöru sem höfði sérstaklega til ungs fólks. „Þeir telja huglægt mat of mikið í því ákvæði," segir Sigríður Ingibjörg í samtali við Vísi. Hún segir fulltrúa hagsmunaaðila meðal annars telja að velferðarráðherra sé of mikið vald fært með reglugerðarheimild varðandi kornastærð tóbaks. Forsvarsmenn Urriðafoss sögðu í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að frumvarpið bryti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ástæðan, segja þeir, er sú að erfitt sé að mæla kornastærð neftóbaksins Skugga, sem Urriðafoss flytur inn, þar sem rakastig er mjög hátt. Sé ekki hægt að mæla kornastærð geti stjórnvöld komið í veg fyrir innflutning á tóbakinu. Páskaungarnir dæmi um óskýr lög„Þegar dregur úr notkun reykinga reyna menn auðvitað að markaðsetja tóbaksvöru með nýjum hætti og ná til markhópa. Löggjafinn reynir að koma í veg fyrir að það sé hægt. Það getur verið snúið og vandasamt að gera það með málefnalegum hætti," segir Sigríður. Hún segir fundargesti sína hafa bent á auglýsingar með páskaungum á bjórdósum sem dæmi um mál þar sem lög séu ekki nógu skýr hvað auglýsingar tóbaks og áfengis ræðir. „Fyrir mína parta finnst mér sjálfsagt að ríkisvaldið gangi eins langt og hægt er í að vernda ungt fólk fyrir aggresívri markaðssetningu. Á hinn bóginn vill maður heldur ekki að það sé gert með gerræðislegum hætti," segir Sigríður. Málið verður áfram til umfjöllunar hjá nefndinni og Sigríður segir að í ljós verði að koma hvort gerðar verði tillögur að breytingum á frumvarpi velferðarráðherra eður ei.
Tengdar fréttir Tilgangslaust að banna munntóbak ef reykingar eru leyfðar Yfirlæknir og lækningaforstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telja að lítill sem enginn ávinningur sé af því að banna munntóbak á meðan enn sé hægt að kaupa sígarettur og annað reyktóbak á markaðnum. Þetta kemur fram í umsögn þeirra um frumvarp velferðarráðherra um bann við sölu skrotóbaks. 16. janúar 2013 12:15 Breytingar á tóbakslögum sérsniðnar að þörfum ÁTVR Lögmaður neftóbaksinnflytjanda segir að frumvarp velferðarráðherra um breytingar á tóbakslögum sé sérsniðið að þörfum ÁTVR. Frumvarpið banni sölu á öllu neftóbaki nema því sem ÁTVR framleiðir. 17. janúar 2013 18:36 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Tilgangslaust að banna munntóbak ef reykingar eru leyfðar Yfirlæknir og lækningaforstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telja að lítill sem enginn ávinningur sé af því að banna munntóbak á meðan enn sé hægt að kaupa sígarettur og annað reyktóbak á markaðnum. Þetta kemur fram í umsögn þeirra um frumvarp velferðarráðherra um bann við sölu skrotóbaks. 16. janúar 2013 12:15
Breytingar á tóbakslögum sérsniðnar að þörfum ÁTVR Lögmaður neftóbaksinnflytjanda segir að frumvarp velferðarráðherra um breytingar á tóbakslögum sé sérsniðið að þörfum ÁTVR. Frumvarpið banni sölu á öllu neftóbaki nema því sem ÁTVR framleiðir. 17. janúar 2013 18:36
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent