Vernda þarf ungt fólk fyrir ákafri markaðsetningu á tóbaki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2013 15:28 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, segir sjálfsagt að ríkisvaldið gangi hart fram í að vernda ungt fólk fyrir markaðssetningu tóbaki. Það verði þó að gera með málefnalegum hætti. Velferðarnefnd fundaði með hagsmunaaðilum í morgun. Fulltrúar Félags atvinnurekenda, Samtaka verslunar og þjónustu, Rolf Johansen og Urriðafoss sátu fundinn. Að sögn Sigríðar komu þeir á framfæri óánægju sinni með ákvæði frumvarpsins sem banni sölu á vöru sem höfði sérstaklega til ungs fólks. „Þeir telja huglægt mat of mikið í því ákvæði," segir Sigríður Ingibjörg í samtali við Vísi. Hún segir fulltrúa hagsmunaaðila meðal annars telja að velferðarráðherra sé of mikið vald fært með reglugerðarheimild varðandi kornastærð tóbaks. Forsvarsmenn Urriðafoss sögðu í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að frumvarpið bryti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ástæðan, segja þeir, er sú að erfitt sé að mæla kornastærð neftóbaksins Skugga, sem Urriðafoss flytur inn, þar sem rakastig er mjög hátt. Sé ekki hægt að mæla kornastærð geti stjórnvöld komið í veg fyrir innflutning á tóbakinu. Páskaungarnir dæmi um óskýr lög„Þegar dregur úr notkun reykinga reyna menn auðvitað að markaðsetja tóbaksvöru með nýjum hætti og ná til markhópa. Löggjafinn reynir að koma í veg fyrir að það sé hægt. Það getur verið snúið og vandasamt að gera það með málefnalegum hætti," segir Sigríður. Hún segir fundargesti sína hafa bent á auglýsingar með páskaungum á bjórdósum sem dæmi um mál þar sem lög séu ekki nógu skýr hvað auglýsingar tóbaks og áfengis ræðir. „Fyrir mína parta finnst mér sjálfsagt að ríkisvaldið gangi eins langt og hægt er í að vernda ungt fólk fyrir aggresívri markaðssetningu. Á hinn bóginn vill maður heldur ekki að það sé gert með gerræðislegum hætti," segir Sigríður. Málið verður áfram til umfjöllunar hjá nefndinni og Sigríður segir að í ljós verði að koma hvort gerðar verði tillögur að breytingum á frumvarpi velferðarráðherra eður ei. Tengdar fréttir Tilgangslaust að banna munntóbak ef reykingar eru leyfðar Yfirlæknir og lækningaforstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telja að lítill sem enginn ávinningur sé af því að banna munntóbak á meðan enn sé hægt að kaupa sígarettur og annað reyktóbak á markaðnum. Þetta kemur fram í umsögn þeirra um frumvarp velferðarráðherra um bann við sölu skrotóbaks. 16. janúar 2013 12:15 Breytingar á tóbakslögum sérsniðnar að þörfum ÁTVR Lögmaður neftóbaksinnflytjanda segir að frumvarp velferðarráðherra um breytingar á tóbakslögum sé sérsniðið að þörfum ÁTVR. Frumvarpið banni sölu á öllu neftóbaki nema því sem ÁTVR framleiðir. 17. janúar 2013 18:36 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, segir sjálfsagt að ríkisvaldið gangi hart fram í að vernda ungt fólk fyrir markaðssetningu tóbaki. Það verði þó að gera með málefnalegum hætti. Velferðarnefnd fundaði með hagsmunaaðilum í morgun. Fulltrúar Félags atvinnurekenda, Samtaka verslunar og þjónustu, Rolf Johansen og Urriðafoss sátu fundinn. Að sögn Sigríðar komu þeir á framfæri óánægju sinni með ákvæði frumvarpsins sem banni sölu á vöru sem höfði sérstaklega til ungs fólks. „Þeir telja huglægt mat of mikið í því ákvæði," segir Sigríður Ingibjörg í samtali við Vísi. Hún segir fulltrúa hagsmunaaðila meðal annars telja að velferðarráðherra sé of mikið vald fært með reglugerðarheimild varðandi kornastærð tóbaks. Forsvarsmenn Urriðafoss sögðu í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að frumvarpið bryti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ástæðan, segja þeir, er sú að erfitt sé að mæla kornastærð neftóbaksins Skugga, sem Urriðafoss flytur inn, þar sem rakastig er mjög hátt. Sé ekki hægt að mæla kornastærð geti stjórnvöld komið í veg fyrir innflutning á tóbakinu. Páskaungarnir dæmi um óskýr lög„Þegar dregur úr notkun reykinga reyna menn auðvitað að markaðsetja tóbaksvöru með nýjum hætti og ná til markhópa. Löggjafinn reynir að koma í veg fyrir að það sé hægt. Það getur verið snúið og vandasamt að gera það með málefnalegum hætti," segir Sigríður. Hún segir fundargesti sína hafa bent á auglýsingar með páskaungum á bjórdósum sem dæmi um mál þar sem lög séu ekki nógu skýr hvað auglýsingar tóbaks og áfengis ræðir. „Fyrir mína parta finnst mér sjálfsagt að ríkisvaldið gangi eins langt og hægt er í að vernda ungt fólk fyrir aggresívri markaðssetningu. Á hinn bóginn vill maður heldur ekki að það sé gert með gerræðislegum hætti," segir Sigríður. Málið verður áfram til umfjöllunar hjá nefndinni og Sigríður segir að í ljós verði að koma hvort gerðar verði tillögur að breytingum á frumvarpi velferðarráðherra eður ei.
Tengdar fréttir Tilgangslaust að banna munntóbak ef reykingar eru leyfðar Yfirlæknir og lækningaforstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telja að lítill sem enginn ávinningur sé af því að banna munntóbak á meðan enn sé hægt að kaupa sígarettur og annað reyktóbak á markaðnum. Þetta kemur fram í umsögn þeirra um frumvarp velferðarráðherra um bann við sölu skrotóbaks. 16. janúar 2013 12:15 Breytingar á tóbakslögum sérsniðnar að þörfum ÁTVR Lögmaður neftóbaksinnflytjanda segir að frumvarp velferðarráðherra um breytingar á tóbakslögum sé sérsniðið að þörfum ÁTVR. Frumvarpið banni sölu á öllu neftóbaki nema því sem ÁTVR framleiðir. 17. janúar 2013 18:36 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Sjá meira
Tilgangslaust að banna munntóbak ef reykingar eru leyfðar Yfirlæknir og lækningaforstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telja að lítill sem enginn ávinningur sé af því að banna munntóbak á meðan enn sé hægt að kaupa sígarettur og annað reyktóbak á markaðnum. Þetta kemur fram í umsögn þeirra um frumvarp velferðarráðherra um bann við sölu skrotóbaks. 16. janúar 2013 12:15
Breytingar á tóbakslögum sérsniðnar að þörfum ÁTVR Lögmaður neftóbaksinnflytjanda segir að frumvarp velferðarráðherra um breytingar á tóbakslögum sé sérsniðið að þörfum ÁTVR. Frumvarpið banni sölu á öllu neftóbaki nema því sem ÁTVR framleiðir. 17. janúar 2013 18:36