Lögreglan lýstir eftir konunum sem komu Guðjóni til aðstoðar 23. janúar 2013 17:55 Guðjón var mörgum þeirra sem sækja miðborgina á sumrin að góðu kunnur og var jafnan kallaður Riddari götunnar. Hann hafði vakið athygli fyrir það að hafa spilað úrvals harmonikkutónlist fyrir vegfarendur Laugavegs og Austurstrætis á góðviðrisdögum síðustu sumra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af tveimur konum sem komu Guðjóni Guðjónssyni til aðstoðar á Nýbýlavegi í Kópavogi laugardaginn 12. janúar sl. í kjölfar þess að bíl hans, svörtum Mercedes Benz með skráningarnúmerinu B 747, var stolið. Þetta var um fimmleytið áðurnefndan dag en Guðjón tilkynnti sjálfur um málið til lögreglu símleiðis. Hún fór þegar á staðinn en þá voru konurnar farnar af vettvangi, en hann kvartaði hins vegar undan eymslum eftir átök við bílþjófinn og var í framhaldinu fluttur á slysadeild. Hafi aðrir orðið vitni að því þegar bílnum var stolið eru hinir sömu einnig beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en jafnframt má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Vísi í dag að ekkert liggifyrir um tengsl ránsins og andláts Guðjóns fjórum dögum eftir árásina. Málið sé því ekki rannsakað sem manndrápsmál sem stendur. „Upphaf málsins má rekja til þess að skömmu áður, eða á fimmta tímanum þennan fyrrnefnda dag, ók maðurinn austur Hverfisgötu í Reykjavík en þar kom karl á þrítugsaldri inn í bílinn. Mennirnir urðu síðan samferða á Nýbýlaveg í Kópavogi en eftir að þangað var komið kom til einhverra átaka og orðaskipta. Þeim lauk með því að yngri maðurinn hrifsaði bíllyklana af þeim eldri og ók á brott. Bíllinn fannst nokkrum dögum seinna og var karl á þrítugsaldri þá handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Reyndist það vera sami maður og hafði þegið far hjá þeim eldri laugardaginn 12. janúar og farið með honum í Kópavog. Viðkomandi hefur játað að hafa stolið bílnum," segir í tilkynningu frá lögreglu. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af tveimur konum sem komu Guðjóni Guðjónssyni til aðstoðar á Nýbýlavegi í Kópavogi laugardaginn 12. janúar sl. í kjölfar þess að bíl hans, svörtum Mercedes Benz með skráningarnúmerinu B 747, var stolið. Þetta var um fimmleytið áðurnefndan dag en Guðjón tilkynnti sjálfur um málið til lögreglu símleiðis. Hún fór þegar á staðinn en þá voru konurnar farnar af vettvangi, en hann kvartaði hins vegar undan eymslum eftir átök við bílþjófinn og var í framhaldinu fluttur á slysadeild. Hafi aðrir orðið vitni að því þegar bílnum var stolið eru hinir sömu einnig beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 en jafnframt má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Vísi í dag að ekkert liggifyrir um tengsl ránsins og andláts Guðjóns fjórum dögum eftir árásina. Málið sé því ekki rannsakað sem manndrápsmál sem stendur. „Upphaf málsins má rekja til þess að skömmu áður, eða á fimmta tímanum þennan fyrrnefnda dag, ók maðurinn austur Hverfisgötu í Reykjavík en þar kom karl á þrítugsaldri inn í bílinn. Mennirnir urðu síðan samferða á Nýbýlaveg í Kópavogi en eftir að þangað var komið kom til einhverra átaka og orðaskipta. Þeim lauk með því að yngri maðurinn hrifsaði bíllyklana af þeim eldri og ók á brott. Bíllinn fannst nokkrum dögum seinna og var karl á þrítugsaldri þá handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Reyndist það vera sami maður og hafði þegið far hjá þeim eldri laugardaginn 12. janúar og farið með honum í Kópavog. Viðkomandi hefur játað að hafa stolið bílnum," segir í tilkynningu frá lögreglu.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira