Rannsaka harða diska í tölvum meintra níðinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. janúar 2013 23:11 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú harða diska í tölvum tveggja manna sem grunaðir eru um barnaníð. Mennirnir voru handteknir í gær en rannsókn á máli þeirra hófst eftir sýningu þáttarins Málsins á Skjáeinum. Mönnunum var sleppt síðdegis í dag eftir skýrslutökur hjá lögreglu. Ekki var tilefni til að krefjast gæsluvarðhalds þar sem ekki liggja fyrir kærur frá þolendum. Undir þeim formerkjum að hann væri 12 ára stúlka komst Sölvi Tryggvason í kynni við mann á sjötugsaldri við undirbúning Málsins en umfjöllunarefnið var barnaníð. Maðurinn sýndi kynferðislegu samneyti við „stúlkuna" áhuga og í þeirra samskiptum á netinu deildi maðurinn mynd af ungri stúlku, sem hann kvað íslenska, í kynferðislegum stellingum. Maðurinn sagðist hafa fengið myndina hjá vini sínum sem hann sagði einstakt lag hafa á að koma sér í samband við „ungar stúlkur í Hagaskóla."Í fréttum okkar í gær staðfesti Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, svo að rannsókn á meintum brotum mannanna væri hafin. Framvindan var hröð í kjölfarið og voru báðir mennirnir handteknir í gær. Annar þeirra mun hafa verið við vinnu þegar það gerðist. Mennirnir voru svo báðir í skýrslutökum í dag í sitt hvoru lagi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Mennirnir voru handteknir í gær og voru þá í yfirheyrslum. Auk þess var lagt hald á tölvur og tölvuhluti. Þeir hafa verið áfram í skýrslutökum í dag. Það hefur ekki verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald," segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar LRH.Eiga þeir sér einhvern sakarferil þegar kynferðisbrot eru annars vegar? „Nei, þeir hafa enga sögu hjá lögreglu."Eru einhver tengsl á milli þeirra að því undanskildu að þeir hafa verið í samskiptum á netinu? „Nei, það er ekki hægt að sjá að það séu nein tengsl," segir Björgvin.Mennirnir eru báðir kvæntir og eiga börn. Sá eldri, sem var viðmælandi Sölva í Málinu, á einnig barnabörn. Engar kærur hafa borist frá foreldrum og engir staðfestir þolendur hafa stigið fram og því eru ekki efni til að krefjast gæsluvarðhalds, en lögreglan mun nú yfirfara harða diska á tölvum mannanna og eftir atvikum kalla þá aftur í skýrslu ef þar finnst eitthvað saknæmt.thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Játaði kynferðisbrot gegn börnum í MSN-spjalli Mikil fjölmiðlaumfjöllun að undanförnu um barnaníð hefur lítil eða engin áhrif á þá sem eru með barnagirnd. Karlmaður á sjötugsaldri var gripinn þegar hann taldi sig vera að fara að hitta 12 ára gamla stúlku aðeins örfáum dögum eftir að umfjöllun fjölmiðla um barnaníðinga hafði komist í hámæli. 22. janúar 2013 10:16 Hófu rannsókn á máli meints Hagaskólaníðings eftir sýningu þáttar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot barnaníðings sem grunaður er um að hafa sett sig í samband við ungar stúlkur í Hagaskóla. Rannsókn hófst í kjölfar sjónvarpsþáttar um barnaníð. Málið hefur vakið óhug meðal foreldra í Hagaskóla. 22. janúar 2013 18:30 Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú harða diska í tölvum tveggja manna sem grunaðir eru um barnaníð. Mennirnir voru handteknir í gær en rannsókn á máli þeirra hófst eftir sýningu þáttarins Málsins á Skjáeinum. Mönnunum var sleppt síðdegis í dag eftir skýrslutökur hjá lögreglu. Ekki var tilefni til að krefjast gæsluvarðhalds þar sem ekki liggja fyrir kærur frá þolendum. Undir þeim formerkjum að hann væri 12 ára stúlka komst Sölvi Tryggvason í kynni við mann á sjötugsaldri við undirbúning Málsins en umfjöllunarefnið var barnaníð. Maðurinn sýndi kynferðislegu samneyti við „stúlkuna" áhuga og í þeirra samskiptum á netinu deildi maðurinn mynd af ungri stúlku, sem hann kvað íslenska, í kynferðislegum stellingum. Maðurinn sagðist hafa fengið myndina hjá vini sínum sem hann sagði einstakt lag hafa á að koma sér í samband við „ungar stúlkur í Hagaskóla."Í fréttum okkar í gær staðfesti Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, svo að rannsókn á meintum brotum mannanna væri hafin. Framvindan var hröð í kjölfarið og voru báðir mennirnir handteknir í gær. Annar þeirra mun hafa verið við vinnu þegar það gerðist. Mennirnir voru svo báðir í skýrslutökum í dag í sitt hvoru lagi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Mennirnir voru handteknir í gær og voru þá í yfirheyrslum. Auk þess var lagt hald á tölvur og tölvuhluti. Þeir hafa verið áfram í skýrslutökum í dag. Það hefur ekki verið talin ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald," segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar LRH.Eiga þeir sér einhvern sakarferil þegar kynferðisbrot eru annars vegar? „Nei, þeir hafa enga sögu hjá lögreglu."Eru einhver tengsl á milli þeirra að því undanskildu að þeir hafa verið í samskiptum á netinu? „Nei, það er ekki hægt að sjá að það séu nein tengsl," segir Björgvin.Mennirnir eru báðir kvæntir og eiga börn. Sá eldri, sem var viðmælandi Sölva í Málinu, á einnig barnabörn. Engar kærur hafa borist frá foreldrum og engir staðfestir þolendur hafa stigið fram og því eru ekki efni til að krefjast gæsluvarðhalds, en lögreglan mun nú yfirfara harða diska á tölvum mannanna og eftir atvikum kalla þá aftur í skýrslu ef þar finnst eitthvað saknæmt.thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Játaði kynferðisbrot gegn börnum í MSN-spjalli Mikil fjölmiðlaumfjöllun að undanförnu um barnaníð hefur lítil eða engin áhrif á þá sem eru með barnagirnd. Karlmaður á sjötugsaldri var gripinn þegar hann taldi sig vera að fara að hitta 12 ára gamla stúlku aðeins örfáum dögum eftir að umfjöllun fjölmiðla um barnaníðinga hafði komist í hámæli. 22. janúar 2013 10:16 Hófu rannsókn á máli meints Hagaskólaníðings eftir sýningu þáttar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot barnaníðings sem grunaður er um að hafa sett sig í samband við ungar stúlkur í Hagaskóla. Rannsókn hófst í kjölfar sjónvarpsþáttar um barnaníð. Málið hefur vakið óhug meðal foreldra í Hagaskóla. 22. janúar 2013 18:30 Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Sjá meira
Játaði kynferðisbrot gegn börnum í MSN-spjalli Mikil fjölmiðlaumfjöllun að undanförnu um barnaníð hefur lítil eða engin áhrif á þá sem eru með barnagirnd. Karlmaður á sjötugsaldri var gripinn þegar hann taldi sig vera að fara að hitta 12 ára gamla stúlku aðeins örfáum dögum eftir að umfjöllun fjölmiðla um barnaníðinga hafði komist í hámæli. 22. janúar 2013 10:16
Hófu rannsókn á máli meints Hagaskólaníðings eftir sýningu þáttar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar kynferðisbrot barnaníðings sem grunaður er um að hafa sett sig í samband við ungar stúlkur í Hagaskóla. Rannsókn hófst í kjölfar sjónvarpsþáttar um barnaníð. Málið hefur vakið óhug meðal foreldra í Hagaskóla. 22. janúar 2013 18:30