Íslenski boltinn

Bjarni Hólm til liðs við Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Fram
Varnarmaðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram og mun því leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar.

Bjarni hefur dvalið í Noregi undanfarin tvö ár þar sem hann hefur spilað með Levanger í C-deildinni undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar.

Hann er 28 ára gamall og er nú að koma til Fram í annað sinn á ferlinum. Hann gekk til liðs við félagið frá Hugin á Seyðisfirði, þar sem Bjarni er uppalinn, árið 2002 og lék með liðinu í efstu deild í tvö ár.

Bjarni Hólm sneri aftur í Hugin árið 2004 og spilaði með liðinu eitt tímabil, áður en hann samdi við ÍBV árið 2005. Þar var hann í fjögur ár og gekk svo til liðs við Keflavíkur. Þaðan hélt hann svo utan til Noregs árið 2011.

Alls á Bjarni Hólm að baki 178 leiki í deild og bikar hér á landi og hefur hann skorað í þeim sautján mörk. Hann á einnig fjórtán leiki með yngri landsliðum Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×