Íslenski boltinn

Guðjón Pétur: Ætla að halda áfram í boltanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Guðjón Pétur Lýðsson segist vera heill heilsu og ætlar sér að halda áfram að spila fótbolta, þó það verði ekki með Val.

Í gær var tilkynnt að knattspyrnudeild Vals og Guðjón Pétur hefðu komist að samkomulagi að rifta samningi hans við félagið.

„Ég vil ekkert tjá mig um ástæður þess. Þetta gekk vel og ég er sáttur við málalok," sagði Guðjón Pétur í samtali við Vísi í dag.

Magnús Gylfason, þjálfari Vals, sagði í viðtali í Boltanum á X-inu í dag að Guðjón Pétur hefði verið að glíma við veikindi og að það væri „hluti af sögunni".

„Hann hefur aldrei upplifað neitt af þessum veikindum," sagði Guðjón Pétur. „Ég veiktist fyrir ári síðan og var lengi að ná mér á strik en síðan í september hef ég ekki fundið fyrir neinu."

„Enda hafa Valsmenn hringt í mig í dag og beðist afsökunar á þessu."

Guðjón Pétur vill ekki tjá sig nánar um þau veikindi sem hann glímdi við en sagðist ekki hættur í knattspyrnu. „Það er fjarri lagi. Ég er núna að skoða þá möguleika sem mér standa til boða."

Viðtalið við Magnús Gylfason má heyra hér efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×