Söfnun er góð fyrir sálina 24. febrúar 2013 15:00 Viðar Ottesen horfir yfir öxlina á Hjalta Jóhannessyni með i-padinn. Ævar Petersen fylgist með. Við hlið hans er barnabarnið Matthías Ævar, sem safnar bara fuglamerkjum, og vinur hans Skúli, sem er líka frímerkjasafnari. Þótt bæði frímerki og mynt séu nánast að hverfa úr notkun er líflegt á félagsfundum safnara. Að stíga þar inn er eins og að koma á markaðstorg. Menn fletta möppum eða síðum á netinu og á borðum eru haugar af góssi til skoðunar. Við hittumst hér vikulega. Sumir eru að selja, aðrir að skipta," segir Viðar Ottesen, fyrsti maður sem blaðamaður víkur sér að á fundi frímerkjasafnara. Hann kveðst hafa verið ástríðusafnari. „Þetta er skemmtilegt hobbý og fræðandi því það eru gefin út alls konar frímerki sem minna á atburði, tækniframfarir og staði. Sumir safna bara bílamerkjum, aðrir blómamerkjum eða einungis merkjum frá þeim tíma sem Ísland var konungdæmi." En hvernig líður söfnurum frímerkja nú þegar notkun þeirra er mjög að minnka og engin verslun í landinu býður upp á söfnunarvörur? „Frímerki verða alltaf til og það er fullur grundvöllur fyrir að safna þeim. Nú til dags eru þau gefin út í mun minna upplagi en áður, þannig að nýleg merki geta alveg orðið verðmæt. Svo eru þau falleg," segir Viðar. Hann segir frímerki útgefin á tímabilinu 1950-1990 almennt verðlítil vegna stórra upplaga og sama sé að segja um fyrsta dags umslögin.Endurnýja lífskraftinn daglega „Það er ekki hægt að losna við söfnunarvírusinn og hann er bæði hollur og góður fyrir sálina," segir hinn þekkti kaupmaður Magni Guðmundsson sem rak safnarabúð á Laugaveginum um árabil. Hann kveðst hafa verið bæði í félagi frímerkjasafnara og myntsafnara frá upphafi. „Ég hef notið þess alla tíð að vera í söfnun og kringum safnara," segir hann og segir mikið um að fólk hringi í hann til að leita ráða. Telur hann mikla peninga í söfnum? „Það geta verið peningar í mörgu. En aðallega er söfnun góð fyrir fyrir heilsuna. Safnarar endurnýja lífskraftinn á hverjum degi þegar þeir fara að dunda í sínum hlutum."Ástríða en ekki fjárfesting „Menn byrja oft ungir að safna frímerkjum, hætta þegar þeir stofna fjölskyldu og fara á vinnumarkaðinn en byrja aftur þegar fer að róast í kringum þá," segir Árni Gústavsson, einn fundarmanna. Spurður hvort safnið frá ungdómsárunum sé þá orðið verðmætt svarar hann: „Það fer eftir því hvað elstu frímerkin hafa verið gömul. Menn gera þetta þó mest ánægjunnar vegna. Margir fara að safna ákveðnum stimplum, til dæmis númerastimplunum því hver póststöð hafði sitt númer frá 1903 og fram um miðja öld," segir Árni sem sjálfur safnar skipspósti frá 19. öld. „Á síðustu áratugum 19. aldar voru þrjár, fjórar póstferðir á ári frá Íslandi þannig að póstmeistarinn notaði hvert tækifæri til að koma pósti frá sér, kannski með fiskibáti eða hvaða skipi sem var og skipstjóranum bar, lögum samkvæmt, að setja póstinn í land í fyrstu höfn. Þar var hann stimplaður. Svo er hægt að lesa ferðasögu bréfs eftir stimplunum." Árni kveðst eiga nokkuð stórt safn. „Ég er bara að þessu mér til gamans. Svo er þetta fræðandi. Að lesa eitthvað ákveðið út úr hlutunum og finna fróðleik um þá í bókum og á netinu." Frímerkjasöfnun er ákveðin keppni, segir Árni. „Menn setja söfnin sín á sýningar og þar eru þau dæmd," segir hann og upplýsir að norræn frímerkjasýning verði hér á landi í vor. Hver ákveður svo verð merkja? „Það er markaðurinn. Ef allir safna númerastimplum, eins og í dag, þá fer verðið upp, svo kannski hætta allir og þá fer það niður. Söfnun er ástríða en ekki fjárfesting. Ég held að alvöru safnarar séu ekki í þessu út af peningum." Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Þótt bæði frímerki og mynt séu nánast að hverfa úr notkun er líflegt á félagsfundum safnara. Að stíga þar inn er eins og að koma á markaðstorg. Menn fletta möppum eða síðum á netinu og á borðum eru haugar af góssi til skoðunar. Við hittumst hér vikulega. Sumir eru að selja, aðrir að skipta," segir Viðar Ottesen, fyrsti maður sem blaðamaður víkur sér að á fundi frímerkjasafnara. Hann kveðst hafa verið ástríðusafnari. „Þetta er skemmtilegt hobbý og fræðandi því það eru gefin út alls konar frímerki sem minna á atburði, tækniframfarir og staði. Sumir safna bara bílamerkjum, aðrir blómamerkjum eða einungis merkjum frá þeim tíma sem Ísland var konungdæmi." En hvernig líður söfnurum frímerkja nú þegar notkun þeirra er mjög að minnka og engin verslun í landinu býður upp á söfnunarvörur? „Frímerki verða alltaf til og það er fullur grundvöllur fyrir að safna þeim. Nú til dags eru þau gefin út í mun minna upplagi en áður, þannig að nýleg merki geta alveg orðið verðmæt. Svo eru þau falleg," segir Viðar. Hann segir frímerki útgefin á tímabilinu 1950-1990 almennt verðlítil vegna stórra upplaga og sama sé að segja um fyrsta dags umslögin.Endurnýja lífskraftinn daglega „Það er ekki hægt að losna við söfnunarvírusinn og hann er bæði hollur og góður fyrir sálina," segir hinn þekkti kaupmaður Magni Guðmundsson sem rak safnarabúð á Laugaveginum um árabil. Hann kveðst hafa verið bæði í félagi frímerkjasafnara og myntsafnara frá upphafi. „Ég hef notið þess alla tíð að vera í söfnun og kringum safnara," segir hann og segir mikið um að fólk hringi í hann til að leita ráða. Telur hann mikla peninga í söfnum? „Það geta verið peningar í mörgu. En aðallega er söfnun góð fyrir fyrir heilsuna. Safnarar endurnýja lífskraftinn á hverjum degi þegar þeir fara að dunda í sínum hlutum."Ástríða en ekki fjárfesting „Menn byrja oft ungir að safna frímerkjum, hætta þegar þeir stofna fjölskyldu og fara á vinnumarkaðinn en byrja aftur þegar fer að róast í kringum þá," segir Árni Gústavsson, einn fundarmanna. Spurður hvort safnið frá ungdómsárunum sé þá orðið verðmætt svarar hann: „Það fer eftir því hvað elstu frímerkin hafa verið gömul. Menn gera þetta þó mest ánægjunnar vegna. Margir fara að safna ákveðnum stimplum, til dæmis númerastimplunum því hver póststöð hafði sitt númer frá 1903 og fram um miðja öld," segir Árni sem sjálfur safnar skipspósti frá 19. öld. „Á síðustu áratugum 19. aldar voru þrjár, fjórar póstferðir á ári frá Íslandi þannig að póstmeistarinn notaði hvert tækifæri til að koma pósti frá sér, kannski með fiskibáti eða hvaða skipi sem var og skipstjóranum bar, lögum samkvæmt, að setja póstinn í land í fyrstu höfn. Þar var hann stimplaður. Svo er hægt að lesa ferðasögu bréfs eftir stimplunum." Árni kveðst eiga nokkuð stórt safn. „Ég er bara að þessu mér til gamans. Svo er þetta fræðandi. Að lesa eitthvað ákveðið út úr hlutunum og finna fróðleik um þá í bókum og á netinu." Frímerkjasöfnun er ákveðin keppni, segir Árni. „Menn setja söfnin sín á sýningar og þar eru þau dæmd," segir hann og upplýsir að norræn frímerkjasýning verði hér á landi í vor. Hver ákveður svo verð merkja? „Það er markaðurinn. Ef allir safna númerastimplum, eins og í dag, þá fer verðið upp, svo kannski hætta allir og þá fer það niður. Söfnun er ástríða en ekki fjárfesting. Ég held að alvöru safnarar séu ekki í þessu út af peningum."
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira