Fótbolti

Gunnar Heiðar farinn til Tyrklands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / getty images
Knattspyrnumaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður Norrköping í Svíþjóð, er farinn til Tyrklands þar sem hann gengst undir læknisskoðun hjá tyrkneska félaginu Konyaspor.

Þetta kemur fram í Aftonbladet í morgun en umboðsmaður leikmannsins staðfesti þetta við miðilinn.

Gunnar Heiðar hefur verið frábær í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er næstmarkahæstur leikmaður deildarinnar með níu mörk. Hann skoraði 17 mörk á síðustu leiktíð með Norrköping.

Konyaspor vann sér sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×