Fótbolti

Margrét Lára á skotskónum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir gerði annað marka Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Svíþjóðarmeisturum Tyresö 3-2.

Sif Atladóttir lék allan leikinn með Kristianstad en Guðný Björk Óðinsdóttir gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla.

Katrín Jónsdóttir var í liði Umeå sem gerði jafntefli, 2-2, við Vittsjö á heimavelli.

Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með Piteå sem tapaði fyrir Gautaborg 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×