„Ég mun draga þig fyrir rétt“ - Keflavík Music Festival fer í hart Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. júní 2013 10:54 Pálmi Þór (t.v.) sakar Franz um að þrýsta á tónlistarmenn að hætta við. samsett mynd/facebook Pálmi Þór Erlingsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival sem fram fór um helgina, segist ætla að kæra tónlistarmanninn Franz Gunnarsson fyrir meiðyrði. Fjölmargir listamenn hættu við tónleika sína á hátíðinni og gáfu upp ýmsar ástæður fyrir því. Hljómsveitin Ensími var meðal þeirra, en Franz er meðlimur sveitarinnar. Skipuleggjendur voru sakaðir um samningsbrot og illa gekk að ná tali af þeim yfir hátíðina sjálfa. „Ég mun draga þig fyrir rétt og láta þig standa við stóru orðin,“ skrifar Pálmi við bloggfærslu Franz um hátíðina, og segist hafa fengið af því fregnir að Franz hafi hringt í listamenn sem áttu að koma fram á hátíðinni til þess að fá þá til að afboða. „Ég held að menn ættu að reyna að líta í eigin barm frekar en að benda á alla aðra sem gagnrýna hátíðina réttilega,“ segir Franz í samtali við Vísi, og vísar því alfarið á bug að hann hafi þrýst á listamenn að hætta við. „Þetta er algjör þvættingur. Og það væri nú eiginlega bara flott ef maður væri í réttarsal og hvert og eitt af þessum böndum, og þau útlendu þá líka, myndu vitna til um það. Ég hringdi ekki í eina manneskju til þess að hvetja til að hætta við að að spila, enda kemur það mér ekkert við hvað önnur bönd gera.“ Franz segir fjölmarga listamenn hafa útskýrt fjarveru sína á sínum heimasíðum og segir hvern sem er geta haft samband við þá og spurt hvort Franz hafi þrýst á þá. „Mér finnst þetta nú bara frekar mikil meiðyrði á móti, að saka mig um að standa á bak við eitthvað samsæri um að leggja hátíðina þeirra á kné, þetta er bara bull.“ Ekki náðist í Pálma Þór Erlingsson við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Pálmi Þór Erlingsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Keflavík Music Festival sem fram fór um helgina, segist ætla að kæra tónlistarmanninn Franz Gunnarsson fyrir meiðyrði. Fjölmargir listamenn hættu við tónleika sína á hátíðinni og gáfu upp ýmsar ástæður fyrir því. Hljómsveitin Ensími var meðal þeirra, en Franz er meðlimur sveitarinnar. Skipuleggjendur voru sakaðir um samningsbrot og illa gekk að ná tali af þeim yfir hátíðina sjálfa. „Ég mun draga þig fyrir rétt og láta þig standa við stóru orðin,“ skrifar Pálmi við bloggfærslu Franz um hátíðina, og segist hafa fengið af því fregnir að Franz hafi hringt í listamenn sem áttu að koma fram á hátíðinni til þess að fá þá til að afboða. „Ég held að menn ættu að reyna að líta í eigin barm frekar en að benda á alla aðra sem gagnrýna hátíðina réttilega,“ segir Franz í samtali við Vísi, og vísar því alfarið á bug að hann hafi þrýst á listamenn að hætta við. „Þetta er algjör þvættingur. Og það væri nú eiginlega bara flott ef maður væri í réttarsal og hvert og eitt af þessum böndum, og þau útlendu þá líka, myndu vitna til um það. Ég hringdi ekki í eina manneskju til þess að hvetja til að hætta við að að spila, enda kemur það mér ekkert við hvað önnur bönd gera.“ Franz segir fjölmarga listamenn hafa útskýrt fjarveru sína á sínum heimasíðum og segir hvern sem er geta haft samband við þá og spurt hvort Franz hafi þrýst á þá. „Mér finnst þetta nú bara frekar mikil meiðyrði á móti, að saka mig um að standa á bak við eitthvað samsæri um að leggja hátíðina þeirra á kné, þetta er bara bull.“ Ekki náðist í Pálma Þór Erlingsson við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira