Lífið

Bikarmótið í fitness fór fram um helgina

46 keppendur tóku þátt í módelfitness í ár.
46 keppendur tóku þátt í módelfitness í ár. Myndir/Fitnessfréttir
Háskólabíó var þétt setið um helgina en þar fór bikarmót IFBB fram. Keppt var í fitness, módelfitness, sportfitness og vaxtarrækt og voru þátttakendur alls 108. Hinn þaulreyndi Magnús Bess Júlíusson sigraði í sínum flokki í vaxtarræktinni en hann stóð einnig uppi sem sigurvegari heildarkeppninnar. Ragnhildur Gyða Magnúsdóttir var eina konan sem keppti í vaxtarrækt og varð því eðlilega bikarmeistari. Ekki er líklegt að keppt verði í kvennaflokki í vaxtarækt að ári en víða um Evrópu er greinin að leggjast niður.

Í fitnessflokki kvenna var hörð barátta. Þar mættust sigurvegarar allra flokka og stóð Una Margrét Heimisdóttir uppi sem sigurvegari eftir harða baráttu við Kristínu Kristjánsdóttur, Þóreyju Helenu Guðbrandsdóttur og Margréti Láru Rögnvaldsdóttur. Í fitnessflokki karla var það Kristján Geir Jóhannesson sem sigraði og Saulius Genutis varð efstur í sportfitness.



Alls kepptu 46 keppendur í módelfitness en það var Karen Lind Thompson sem sigraði heildarkeppnina. Þær María Rún Sveinsdóttir, Kristín Guðlaugsdóttir, Katrín Ösp Jónasdóttir, Auður Jóna Guðmundsdóttir og Karen sigruðu sína flokka.

Fleiri myndir má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.