Íslenski boltinn

Gary: Lögðum alla þessa vinnu á okkur fyrir þetta andartak

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Þetta er alveg ný tilfinning fyrir mig og ótrúlega sætt að vinna þennan titil,“ segir Gary Martin, leikmaður KR, eftir sigurinn í dag.

KR varð Íslandsmeistari í Pepsi-deild karla eftir flottan útisigur á Val, 2-1, og gerði Gary Martin bæði mörk KR í leiknum.

„Þetta er fyrsta heila tímabilið mitt hjá félaginu og þvílíkt tímabil. Það er erfitt að lýsa þessari tilfinningu. Eftir alla þessu vinnu  og hvernig liðið hefur alltaf staðið saman sem ein heild er ótrúlegt að ná loks markmiðum sínum.“

„Við lögðum alla þessa vinnu á okkur fyrir þetta andartak. Mér fannst við vera besta liðið á Íslandi á síðustu leiktíð en náðum að kasta frá okkur titlinum. Núna er hann okkar og við verðum að njóta þess.“

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×