Makríll og hvalir éta lundann út á gaddinn Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2013 13:32 Engar vísbendingar eru um að sandsílastofninn suður og vestur af landinu sé að rétta úr kútnum en sandsíli er mikilvægt í fæðukeðju sjávar og hefur mikil áhrif á uppgang sjófugla eins og lunda. Hafrannsóknarstofnun lauk ellefu daga rannsóknarleiðangri á sandsílinu í gær. Fiskifræðingar segja að leiða megi að því líkum að seiðin hafi strax lent í miklu afráni frá fiskum eins og makríl, hvölum og sjófuglum þó ekki liggi fyrir nein gögn þar að lútandi. Aðrar mögulegar skýringar á lélegri nýliðun gætu verið lítið æti, óhagstætt hitastig sjávar eða önnur umhverfisáhrif. Valur Bogason útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar í Vestmannaeyjum var einn leiðangursmanna í ellefu daga leiðangri stofnunarinnar sem lauk í gær. Hann segir leiðangurinn staðfesta ástand sem verið hafi á stofninum undanfarin ár. „Sílið hefur ekkert verið að rétta úr kútnum og það eru allir árgangar orðnir mjög litlir. En við fengum svolítið af seiðum í Faxaflóa í fyrra og vorum með svolitla eftirvæntingu um hvernig því myndi reiða af en þau hafa ekki verið að skila sér sem eins árs sandsíli. Þannig að ég býst við því að það verði áframhaldandi lélegt ástand á sílinu einhver ár í viðbót,“ segir Valur. Nauðsynlegt sé að fá nýliðun í sandsílastofninn í meira en eitt ár til að stofninn rétti úr kútnum, því nú séu allir árgangar mjög litlir. Þetta er auðvitað áhyggjuefni því sandsílið er mikilvægt í fæðukeðju sjávar. „Jú, enda höfum við séð það á ástandi sjófuglastofna við suður- og vesturströndina að þeim hefur gengið illa með varp undanfarin ár og það má að mestu rekja það til ástands sandsílastofnsins,“ segir Valur. En lundinn í Vestmannaeyjum hefur t.d. ekki fengið mikið að éta undanfarin ár. „Nei og hann hefur verið að reyna að keyra þetta á öðrum fæðutegundum undanfarin ár en gengið misvel. Enda eru ekki margar tegundir hér við suðurströndina sem geta komið inn fyrir ungann þó fullorðni fuglinn geti lifað á kannski átu og öðru. En hann kemur ekki unga upp á því,“ segir Valur. Þá leiða fiskifræðingar líkur að því að hrefna og hvalir éti töluvert af seiðum en ekki hvað síst makríllinn sem gengið hefur í auknum mæli inn í íslenska lögsögu undanfarin ár. „Makríllinn kemur hingað inn og hjálpar ekki til við að snúa þróuninni við. Enda var vaðandi makríll inn í Faxaflóa í fyrra og hann er þekkt sílaæta. Þess vegna erum við að leiða líkur að því að hann hafi áhrif á það hvers vegna við erum ekki að sjá meira af eins árs sílum í Faxaflóa í ár,“ segir Valur Bogason útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar í Vestmannaeyjum. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Engar vísbendingar eru um að sandsílastofninn suður og vestur af landinu sé að rétta úr kútnum en sandsíli er mikilvægt í fæðukeðju sjávar og hefur mikil áhrif á uppgang sjófugla eins og lunda. Hafrannsóknarstofnun lauk ellefu daga rannsóknarleiðangri á sandsílinu í gær. Fiskifræðingar segja að leiða megi að því líkum að seiðin hafi strax lent í miklu afráni frá fiskum eins og makríl, hvölum og sjófuglum þó ekki liggi fyrir nein gögn þar að lútandi. Aðrar mögulegar skýringar á lélegri nýliðun gætu verið lítið æti, óhagstætt hitastig sjávar eða önnur umhverfisáhrif. Valur Bogason útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar í Vestmannaeyjum var einn leiðangursmanna í ellefu daga leiðangri stofnunarinnar sem lauk í gær. Hann segir leiðangurinn staðfesta ástand sem verið hafi á stofninum undanfarin ár. „Sílið hefur ekkert verið að rétta úr kútnum og það eru allir árgangar orðnir mjög litlir. En við fengum svolítið af seiðum í Faxaflóa í fyrra og vorum með svolitla eftirvæntingu um hvernig því myndi reiða af en þau hafa ekki verið að skila sér sem eins árs sandsíli. Þannig að ég býst við því að það verði áframhaldandi lélegt ástand á sílinu einhver ár í viðbót,“ segir Valur. Nauðsynlegt sé að fá nýliðun í sandsílastofninn í meira en eitt ár til að stofninn rétti úr kútnum, því nú séu allir árgangar mjög litlir. Þetta er auðvitað áhyggjuefni því sandsílið er mikilvægt í fæðukeðju sjávar. „Jú, enda höfum við séð það á ástandi sjófuglastofna við suður- og vesturströndina að þeim hefur gengið illa með varp undanfarin ár og það má að mestu rekja það til ástands sandsílastofnsins,“ segir Valur. En lundinn í Vestmannaeyjum hefur t.d. ekki fengið mikið að éta undanfarin ár. „Nei og hann hefur verið að reyna að keyra þetta á öðrum fæðutegundum undanfarin ár en gengið misvel. Enda eru ekki margar tegundir hér við suðurströndina sem geta komið inn fyrir ungann þó fullorðni fuglinn geti lifað á kannski átu og öðru. En hann kemur ekki unga upp á því,“ segir Valur. Þá leiða fiskifræðingar líkur að því að hrefna og hvalir éti töluvert af seiðum en ekki hvað síst makríllinn sem gengið hefur í auknum mæli inn í íslenska lögsögu undanfarin ár. „Makríllinn kemur hingað inn og hjálpar ekki til við að snúa þróuninni við. Enda var vaðandi makríll inn í Faxaflóa í fyrra og hann er þekkt sílaæta. Þess vegna erum við að leiða líkur að því að hann hafi áhrif á það hvers vegna við erum ekki að sjá meira af eins árs sílum í Faxaflóa í ár,“ segir Valur Bogason útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar í Vestmannaeyjum.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira