Makríll og hvalir éta lundann út á gaddinn Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2013 13:32 Engar vísbendingar eru um að sandsílastofninn suður og vestur af landinu sé að rétta úr kútnum en sandsíli er mikilvægt í fæðukeðju sjávar og hefur mikil áhrif á uppgang sjófugla eins og lunda. Hafrannsóknarstofnun lauk ellefu daga rannsóknarleiðangri á sandsílinu í gær. Fiskifræðingar segja að leiða megi að því líkum að seiðin hafi strax lent í miklu afráni frá fiskum eins og makríl, hvölum og sjófuglum þó ekki liggi fyrir nein gögn þar að lútandi. Aðrar mögulegar skýringar á lélegri nýliðun gætu verið lítið æti, óhagstætt hitastig sjávar eða önnur umhverfisáhrif. Valur Bogason útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar í Vestmannaeyjum var einn leiðangursmanna í ellefu daga leiðangri stofnunarinnar sem lauk í gær. Hann segir leiðangurinn staðfesta ástand sem verið hafi á stofninum undanfarin ár. „Sílið hefur ekkert verið að rétta úr kútnum og það eru allir árgangar orðnir mjög litlir. En við fengum svolítið af seiðum í Faxaflóa í fyrra og vorum með svolitla eftirvæntingu um hvernig því myndi reiða af en þau hafa ekki verið að skila sér sem eins árs sandsíli. Þannig að ég býst við því að það verði áframhaldandi lélegt ástand á sílinu einhver ár í viðbót,“ segir Valur. Nauðsynlegt sé að fá nýliðun í sandsílastofninn í meira en eitt ár til að stofninn rétti úr kútnum, því nú séu allir árgangar mjög litlir. Þetta er auðvitað áhyggjuefni því sandsílið er mikilvægt í fæðukeðju sjávar. „Jú, enda höfum við séð það á ástandi sjófuglastofna við suður- og vesturströndina að þeim hefur gengið illa með varp undanfarin ár og það má að mestu rekja það til ástands sandsílastofnsins,“ segir Valur. En lundinn í Vestmannaeyjum hefur t.d. ekki fengið mikið að éta undanfarin ár. „Nei og hann hefur verið að reyna að keyra þetta á öðrum fæðutegundum undanfarin ár en gengið misvel. Enda eru ekki margar tegundir hér við suðurströndina sem geta komið inn fyrir ungann þó fullorðni fuglinn geti lifað á kannski átu og öðru. En hann kemur ekki unga upp á því,“ segir Valur. Þá leiða fiskifræðingar líkur að því að hrefna og hvalir éti töluvert af seiðum en ekki hvað síst makríllinn sem gengið hefur í auknum mæli inn í íslenska lögsögu undanfarin ár. „Makríllinn kemur hingað inn og hjálpar ekki til við að snúa þróuninni við. Enda var vaðandi makríll inn í Faxaflóa í fyrra og hann er þekkt sílaæta. Þess vegna erum við að leiða líkur að því að hann hafi áhrif á það hvers vegna við erum ekki að sjá meira af eins árs sílum í Faxaflóa í ár,“ segir Valur Bogason útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar í Vestmannaeyjum. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Engar vísbendingar eru um að sandsílastofninn suður og vestur af landinu sé að rétta úr kútnum en sandsíli er mikilvægt í fæðukeðju sjávar og hefur mikil áhrif á uppgang sjófugla eins og lunda. Hafrannsóknarstofnun lauk ellefu daga rannsóknarleiðangri á sandsílinu í gær. Fiskifræðingar segja að leiða megi að því líkum að seiðin hafi strax lent í miklu afráni frá fiskum eins og makríl, hvölum og sjófuglum þó ekki liggi fyrir nein gögn þar að lútandi. Aðrar mögulegar skýringar á lélegri nýliðun gætu verið lítið æti, óhagstætt hitastig sjávar eða önnur umhverfisáhrif. Valur Bogason útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar í Vestmannaeyjum var einn leiðangursmanna í ellefu daga leiðangri stofnunarinnar sem lauk í gær. Hann segir leiðangurinn staðfesta ástand sem verið hafi á stofninum undanfarin ár. „Sílið hefur ekkert verið að rétta úr kútnum og það eru allir árgangar orðnir mjög litlir. En við fengum svolítið af seiðum í Faxaflóa í fyrra og vorum með svolitla eftirvæntingu um hvernig því myndi reiða af en þau hafa ekki verið að skila sér sem eins árs sandsíli. Þannig að ég býst við því að það verði áframhaldandi lélegt ástand á sílinu einhver ár í viðbót,“ segir Valur. Nauðsynlegt sé að fá nýliðun í sandsílastofninn í meira en eitt ár til að stofninn rétti úr kútnum, því nú séu allir árgangar mjög litlir. Þetta er auðvitað áhyggjuefni því sandsílið er mikilvægt í fæðukeðju sjávar. „Jú, enda höfum við séð það á ástandi sjófuglastofna við suður- og vesturströndina að þeim hefur gengið illa með varp undanfarin ár og það má að mestu rekja það til ástands sandsílastofnsins,“ segir Valur. En lundinn í Vestmannaeyjum hefur t.d. ekki fengið mikið að éta undanfarin ár. „Nei og hann hefur verið að reyna að keyra þetta á öðrum fæðutegundum undanfarin ár en gengið misvel. Enda eru ekki margar tegundir hér við suðurströndina sem geta komið inn fyrir ungann þó fullorðni fuglinn geti lifað á kannski átu og öðru. En hann kemur ekki unga upp á því,“ segir Valur. Þá leiða fiskifræðingar líkur að því að hrefna og hvalir éti töluvert af seiðum en ekki hvað síst makríllinn sem gengið hefur í auknum mæli inn í íslenska lögsögu undanfarin ár. „Makríllinn kemur hingað inn og hjálpar ekki til við að snúa þróuninni við. Enda var vaðandi makríll inn í Faxaflóa í fyrra og hann er þekkt sílaæta. Þess vegna erum við að leiða líkur að því að hann hafi áhrif á það hvers vegna við erum ekki að sjá meira af eins árs sílum í Faxaflóa í ár,“ segir Valur Bogason útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar í Vestmannaeyjum.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira