Stuðningsgrein: Formannskjör Samfylkingarinnar 2013 Lára Björnsdóttir skrifar 18. janúar 2013 06:00 Á vormánuðum 2009 hitti ég Guðbjart Hannesson, alþingismann og formann fjárlaganefndar, á förnum vegi. Ég tjáði honum þá skoðun mína að hann ætti að gefa kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. Hann hefði margt til brunns að bera til þess að verða farsæll formaður flokks jafnaðarmanna á Íslandi. Það sem ég hafði sérstaklega í huga var að Guðbjartur væri af alþýðufólki kominn, þekkti lífsbaráttu þess hóps og hefði þar af leiðandi enn sterkari sýn en ella um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Hann hefði auk þess verið virkur félagsmálamaður allt frá æsku og síðast en ekki síst væri hann mikilhæfur og farsæll skólamaður sem hefði byggt upp og stjórnað skóla af myndarskap í meira en aldarfjórðung. Einstaklingur sem hefði slíkan bakgrunn gæti betur en flestir samhæft störf og eflt samstöðu í breiðum og fjölbreyttum hópi fólks innan Samfylkingarinnar. Nú, tæpum fjórum árum síðar, hefur Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra brugðist við kalli tímans og félaga sinna og býður sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Ég er enn þeirrar skoðunar að Guðbjartur Hannesson sé kjörinn til þess að leiða Samfylkinguna og að þar vegi þungt bakgrunnur hans, lífsreynsla og störf áður en hann settist á þing árið 2007. Á ferli sínum sem alþingismaður hefur Guðbjartur verið farsæll, tekið að sér fjölmörg og krefjandi verkefni og unnið að úrlausn þeirra með aðferðum sem honum er lagið, af festu en með víðtæku samráði og virðingu fyrir ólíkum skoðunum. Sem stjórnmálamaður hlaut Guðbjartur sína mestu eldskírn þegar honum var falið árið 2010 að taka að sér að leiða eina viðamestu breytingu innan íslensku stjórnsýslunnar; að sameina tvö ráðuneyti félags- og heilbrigðismála í eitt ráðuneyti velferðarmála og veita því forystu frá 2011. Ýmsir, sem líta fyrst og fremst á stjórnmál sem skákborð metnaðarfullra einstaklinga, hafa haft á orði að vegna erfiðra málaflokka sé forysta í velferðarráðuneyti ekki óskastaða neins stjórnmálamanns og ekki til vinsælda fallin, síst á tímum aðhalds og niðurskurðar. Þótt ekki verði tekið undir slík sjónarmið skal þó játað að verkefnið er vandasamt og ekki á allra færi, né verður það hrist fram úr erminni á stuttum tíma. Það var mikið gæfuspor að Guðbjarti Hannessyni var falið að leiða þetta starf. Hann hefur frá upphafi nálgast það út frá því sjónarhorni að þarna sé tækifæri til að auka jöfnuð og efla velferðarþjónustu á Íslandi með hagsmuni notenda þjónustunnar að leiðarljósi. Guðbjartur er ekki stjórnmálamaður sem hugsar um það helst að reisa sér minnisvarða með verkum sínum heldur er honum gefið að geta horft til framtíðar með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi. Samfylkingin þarf á slíkum formanni að halda árið 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Á vormánuðum 2009 hitti ég Guðbjart Hannesson, alþingismann og formann fjárlaganefndar, á förnum vegi. Ég tjáði honum þá skoðun mína að hann ætti að gefa kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. Hann hefði margt til brunns að bera til þess að verða farsæll formaður flokks jafnaðarmanna á Íslandi. Það sem ég hafði sérstaklega í huga var að Guðbjartur væri af alþýðufólki kominn, þekkti lífsbaráttu þess hóps og hefði þar af leiðandi enn sterkari sýn en ella um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Hann hefði auk þess verið virkur félagsmálamaður allt frá æsku og síðast en ekki síst væri hann mikilhæfur og farsæll skólamaður sem hefði byggt upp og stjórnað skóla af myndarskap í meira en aldarfjórðung. Einstaklingur sem hefði slíkan bakgrunn gæti betur en flestir samhæft störf og eflt samstöðu í breiðum og fjölbreyttum hópi fólks innan Samfylkingarinnar. Nú, tæpum fjórum árum síðar, hefur Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra brugðist við kalli tímans og félaga sinna og býður sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Ég er enn þeirrar skoðunar að Guðbjartur Hannesson sé kjörinn til þess að leiða Samfylkinguna og að þar vegi þungt bakgrunnur hans, lífsreynsla og störf áður en hann settist á þing árið 2007. Á ferli sínum sem alþingismaður hefur Guðbjartur verið farsæll, tekið að sér fjölmörg og krefjandi verkefni og unnið að úrlausn þeirra með aðferðum sem honum er lagið, af festu en með víðtæku samráði og virðingu fyrir ólíkum skoðunum. Sem stjórnmálamaður hlaut Guðbjartur sína mestu eldskírn þegar honum var falið árið 2010 að taka að sér að leiða eina viðamestu breytingu innan íslensku stjórnsýslunnar; að sameina tvö ráðuneyti félags- og heilbrigðismála í eitt ráðuneyti velferðarmála og veita því forystu frá 2011. Ýmsir, sem líta fyrst og fremst á stjórnmál sem skákborð metnaðarfullra einstaklinga, hafa haft á orði að vegna erfiðra málaflokka sé forysta í velferðarráðuneyti ekki óskastaða neins stjórnmálamanns og ekki til vinsælda fallin, síst á tímum aðhalds og niðurskurðar. Þótt ekki verði tekið undir slík sjónarmið skal þó játað að verkefnið er vandasamt og ekki á allra færi, né verður það hrist fram úr erminni á stuttum tíma. Það var mikið gæfuspor að Guðbjarti Hannessyni var falið að leiða þetta starf. Hann hefur frá upphafi nálgast það út frá því sjónarhorni að þarna sé tækifæri til að auka jöfnuð og efla velferðarþjónustu á Íslandi með hagsmuni notenda þjónustunnar að leiðarljósi. Guðbjartur er ekki stjórnmálamaður sem hugsar um það helst að reisa sér minnisvarða með verkum sínum heldur er honum gefið að geta horft til framtíðar með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi. Samfylkingin þarf á slíkum formanni að halda árið 2013.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun