Stuðningsgrein: Formannskjör Samfylkingarinnar 2013 Lára Björnsdóttir skrifar 18. janúar 2013 06:00 Á vormánuðum 2009 hitti ég Guðbjart Hannesson, alþingismann og formann fjárlaganefndar, á förnum vegi. Ég tjáði honum þá skoðun mína að hann ætti að gefa kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. Hann hefði margt til brunns að bera til þess að verða farsæll formaður flokks jafnaðarmanna á Íslandi. Það sem ég hafði sérstaklega í huga var að Guðbjartur væri af alþýðufólki kominn, þekkti lífsbaráttu þess hóps og hefði þar af leiðandi enn sterkari sýn en ella um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Hann hefði auk þess verið virkur félagsmálamaður allt frá æsku og síðast en ekki síst væri hann mikilhæfur og farsæll skólamaður sem hefði byggt upp og stjórnað skóla af myndarskap í meira en aldarfjórðung. Einstaklingur sem hefði slíkan bakgrunn gæti betur en flestir samhæft störf og eflt samstöðu í breiðum og fjölbreyttum hópi fólks innan Samfylkingarinnar. Nú, tæpum fjórum árum síðar, hefur Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra brugðist við kalli tímans og félaga sinna og býður sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Ég er enn þeirrar skoðunar að Guðbjartur Hannesson sé kjörinn til þess að leiða Samfylkinguna og að þar vegi þungt bakgrunnur hans, lífsreynsla og störf áður en hann settist á þing árið 2007. Á ferli sínum sem alþingismaður hefur Guðbjartur verið farsæll, tekið að sér fjölmörg og krefjandi verkefni og unnið að úrlausn þeirra með aðferðum sem honum er lagið, af festu en með víðtæku samráði og virðingu fyrir ólíkum skoðunum. Sem stjórnmálamaður hlaut Guðbjartur sína mestu eldskírn þegar honum var falið árið 2010 að taka að sér að leiða eina viðamestu breytingu innan íslensku stjórnsýslunnar; að sameina tvö ráðuneyti félags- og heilbrigðismála í eitt ráðuneyti velferðarmála og veita því forystu frá 2011. Ýmsir, sem líta fyrst og fremst á stjórnmál sem skákborð metnaðarfullra einstaklinga, hafa haft á orði að vegna erfiðra málaflokka sé forysta í velferðarráðuneyti ekki óskastaða neins stjórnmálamanns og ekki til vinsælda fallin, síst á tímum aðhalds og niðurskurðar. Þótt ekki verði tekið undir slík sjónarmið skal þó játað að verkefnið er vandasamt og ekki á allra færi, né verður það hrist fram úr erminni á stuttum tíma. Það var mikið gæfuspor að Guðbjarti Hannessyni var falið að leiða þetta starf. Hann hefur frá upphafi nálgast það út frá því sjónarhorni að þarna sé tækifæri til að auka jöfnuð og efla velferðarþjónustu á Íslandi með hagsmuni notenda þjónustunnar að leiðarljósi. Guðbjartur er ekki stjórnmálamaður sem hugsar um það helst að reisa sér minnisvarða með verkum sínum heldur er honum gefið að geta horft til framtíðar með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi. Samfylkingin þarf á slíkum formanni að halda árið 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Á vormánuðum 2009 hitti ég Guðbjart Hannesson, alþingismann og formann fjárlaganefndar, á förnum vegi. Ég tjáði honum þá skoðun mína að hann ætti að gefa kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. Hann hefði margt til brunns að bera til þess að verða farsæll formaður flokks jafnaðarmanna á Íslandi. Það sem ég hafði sérstaklega í huga var að Guðbjartur væri af alþýðufólki kominn, þekkti lífsbaráttu þess hóps og hefði þar af leiðandi enn sterkari sýn en ella um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Hann hefði auk þess verið virkur félagsmálamaður allt frá æsku og síðast en ekki síst væri hann mikilhæfur og farsæll skólamaður sem hefði byggt upp og stjórnað skóla af myndarskap í meira en aldarfjórðung. Einstaklingur sem hefði slíkan bakgrunn gæti betur en flestir samhæft störf og eflt samstöðu í breiðum og fjölbreyttum hópi fólks innan Samfylkingarinnar. Nú, tæpum fjórum árum síðar, hefur Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra brugðist við kalli tímans og félaga sinna og býður sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Ég er enn þeirrar skoðunar að Guðbjartur Hannesson sé kjörinn til þess að leiða Samfylkinguna og að þar vegi þungt bakgrunnur hans, lífsreynsla og störf áður en hann settist á þing árið 2007. Á ferli sínum sem alþingismaður hefur Guðbjartur verið farsæll, tekið að sér fjölmörg og krefjandi verkefni og unnið að úrlausn þeirra með aðferðum sem honum er lagið, af festu en með víðtæku samráði og virðingu fyrir ólíkum skoðunum. Sem stjórnmálamaður hlaut Guðbjartur sína mestu eldskírn þegar honum var falið árið 2010 að taka að sér að leiða eina viðamestu breytingu innan íslensku stjórnsýslunnar; að sameina tvö ráðuneyti félags- og heilbrigðismála í eitt ráðuneyti velferðarmála og veita því forystu frá 2011. Ýmsir, sem líta fyrst og fremst á stjórnmál sem skákborð metnaðarfullra einstaklinga, hafa haft á orði að vegna erfiðra málaflokka sé forysta í velferðarráðuneyti ekki óskastaða neins stjórnmálamanns og ekki til vinsælda fallin, síst á tímum aðhalds og niðurskurðar. Þótt ekki verði tekið undir slík sjónarmið skal þó játað að verkefnið er vandasamt og ekki á allra færi, né verður það hrist fram úr erminni á stuttum tíma. Það var mikið gæfuspor að Guðbjarti Hannessyni var falið að leiða þetta starf. Hann hefur frá upphafi nálgast það út frá því sjónarhorni að þarna sé tækifæri til að auka jöfnuð og efla velferðarþjónustu á Íslandi með hagsmuni notenda þjónustunnar að leiðarljósi. Guðbjartur er ekki stjórnmálamaður sem hugsar um það helst að reisa sér minnisvarða með verkum sínum heldur er honum gefið að geta horft til framtíðar með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi. Samfylkingin þarf á slíkum formanni að halda árið 2013.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun