Neyðarlínan 112 fyrir börn í vanda Geir Gunnlaugsson skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Það er á ábyrgð foreldra að styðja við þroska og velferð barna sinna. Í faðmi fjölskyldunnar eiga þau að njóta skjóls og verndar. Þegar í skóla er komið eiga þau einnig að fá tækifæri til að dafna og þroskast á sínum eigin forsendum. Á þann hátt eru þau undirbúin til að takast á við krefjandi verkefni seinna á lífsleiðinni. Það liggur fyrir að uppvaxtarskilyrðum sumra barna hér á landi er ábótavant og þau njóta ekki þess öryggis sem þau eiga rétt á. Mörg börn hafa t.d. reynslu af ofbeldi innan sem utan veggja heimilisins. Ofbeldi gegn börnum tekur á sig margar myndir en oftast er um að ræða líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi, auk vanrækslu. Í vaxandi mæli er nú einnig farið að skilgreina reynslu barna af átökum á heimilum sínum sem sérstaka tegund ofbeldis gegn þeim. Allt of mörg börn segja frá reynslu sem þessari og umræða undanfarnar vikur gefur til kynna að umfang vandans sé meira en við höfum gert okkur grein fyrir.112 er líflína margra Börn sem upplifa ofbeldi þurfa að eiga sér griðastað þegar vonbrigðin og reiðin blossa yfir vondri meðferð eða líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá þarf barnið að hafa möguleika á því að hafa sjálft samband við einhvern sem getur og vill hjálpa. Neyðarlínan 112 hefur á liðnum árum verið líflína margra, en þangað hafa landsmenn getað leitað sér hjálpar í neyð. Börn geta hringt þangað í neyð og fullorðnir með slíka vitneskju geta haft samband við Neyðarlínuna og komið áhyggjum sínum á framfæri. Öll slík atvik eru sérstaklega skráð og upplýsingum skilvirkt komið áleiðis til viðkomandi barnaverndarnefndar. Ef þörf krefur er brugðist tafarlaust við en í öðrum tilvikum beðið til næsta dags. Markmiðið með þessari þjónustu er að gefa almenningi greiða leið til að koma áhyggjum sínum um velferð barna á framfæri. Þannig styður Neyðarlínan 112 við að brugðist sé við vanda þeirra á faglegan og skilvirkan hátt. Það er sannfæring mín að með ofangreindri þjónustu Neyðarlínunnar 112 leggi starfsfólk hennar sitt af mörkum til að standa þétt vörð um börn og réttindi þeirra. Þannig geta börn og fullorðnir óhikað haft samband og komið á framfæri áhyggjum sínum um velferð barna. Neyðarlínan 112 viðheldur þannig því hlutverki sínu að vera mikilvægur hlekkur í grunnþjónustu við landsmenn í neyð á öllum aldursskeiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Það er á ábyrgð foreldra að styðja við þroska og velferð barna sinna. Í faðmi fjölskyldunnar eiga þau að njóta skjóls og verndar. Þegar í skóla er komið eiga þau einnig að fá tækifæri til að dafna og þroskast á sínum eigin forsendum. Á þann hátt eru þau undirbúin til að takast á við krefjandi verkefni seinna á lífsleiðinni. Það liggur fyrir að uppvaxtarskilyrðum sumra barna hér á landi er ábótavant og þau njóta ekki þess öryggis sem þau eiga rétt á. Mörg börn hafa t.d. reynslu af ofbeldi innan sem utan veggja heimilisins. Ofbeldi gegn börnum tekur á sig margar myndir en oftast er um að ræða líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi, auk vanrækslu. Í vaxandi mæli er nú einnig farið að skilgreina reynslu barna af átökum á heimilum sínum sem sérstaka tegund ofbeldis gegn þeim. Allt of mörg börn segja frá reynslu sem þessari og umræða undanfarnar vikur gefur til kynna að umfang vandans sé meira en við höfum gert okkur grein fyrir.112 er líflína margra Börn sem upplifa ofbeldi þurfa að eiga sér griðastað þegar vonbrigðin og reiðin blossa yfir vondri meðferð eða líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá þarf barnið að hafa möguleika á því að hafa sjálft samband við einhvern sem getur og vill hjálpa. Neyðarlínan 112 hefur á liðnum árum verið líflína margra, en þangað hafa landsmenn getað leitað sér hjálpar í neyð. Börn geta hringt þangað í neyð og fullorðnir með slíka vitneskju geta haft samband við Neyðarlínuna og komið áhyggjum sínum á framfæri. Öll slík atvik eru sérstaklega skráð og upplýsingum skilvirkt komið áleiðis til viðkomandi barnaverndarnefndar. Ef þörf krefur er brugðist tafarlaust við en í öðrum tilvikum beðið til næsta dags. Markmiðið með þessari þjónustu er að gefa almenningi greiða leið til að koma áhyggjum sínum um velferð barna á framfæri. Þannig styður Neyðarlínan 112 við að brugðist sé við vanda þeirra á faglegan og skilvirkan hátt. Það er sannfæring mín að með ofangreindri þjónustu Neyðarlínunnar 112 leggi starfsfólk hennar sitt af mörkum til að standa þétt vörð um börn og réttindi þeirra. Þannig geta börn og fullorðnir óhikað haft samband og komið á framfæri áhyggjum sínum um velferð barna. Neyðarlínan 112 viðheldur þannig því hlutverki sínu að vera mikilvægur hlekkur í grunnþjónustu við landsmenn í neyð á öllum aldursskeiðum.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun