Neyðarlínan 112 fyrir börn í vanda Geir Gunnlaugsson skrifar 21. febrúar 2013 06:00 Það er á ábyrgð foreldra að styðja við þroska og velferð barna sinna. Í faðmi fjölskyldunnar eiga þau að njóta skjóls og verndar. Þegar í skóla er komið eiga þau einnig að fá tækifæri til að dafna og þroskast á sínum eigin forsendum. Á þann hátt eru þau undirbúin til að takast á við krefjandi verkefni seinna á lífsleiðinni. Það liggur fyrir að uppvaxtarskilyrðum sumra barna hér á landi er ábótavant og þau njóta ekki þess öryggis sem þau eiga rétt á. Mörg börn hafa t.d. reynslu af ofbeldi innan sem utan veggja heimilisins. Ofbeldi gegn börnum tekur á sig margar myndir en oftast er um að ræða líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi, auk vanrækslu. Í vaxandi mæli er nú einnig farið að skilgreina reynslu barna af átökum á heimilum sínum sem sérstaka tegund ofbeldis gegn þeim. Allt of mörg börn segja frá reynslu sem þessari og umræða undanfarnar vikur gefur til kynna að umfang vandans sé meira en við höfum gert okkur grein fyrir.112 er líflína margra Börn sem upplifa ofbeldi þurfa að eiga sér griðastað þegar vonbrigðin og reiðin blossa yfir vondri meðferð eða líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá þarf barnið að hafa möguleika á því að hafa sjálft samband við einhvern sem getur og vill hjálpa. Neyðarlínan 112 hefur á liðnum árum verið líflína margra, en þangað hafa landsmenn getað leitað sér hjálpar í neyð. Börn geta hringt þangað í neyð og fullorðnir með slíka vitneskju geta haft samband við Neyðarlínuna og komið áhyggjum sínum á framfæri. Öll slík atvik eru sérstaklega skráð og upplýsingum skilvirkt komið áleiðis til viðkomandi barnaverndarnefndar. Ef þörf krefur er brugðist tafarlaust við en í öðrum tilvikum beðið til næsta dags. Markmiðið með þessari þjónustu er að gefa almenningi greiða leið til að koma áhyggjum sínum um velferð barna á framfæri. Þannig styður Neyðarlínan 112 við að brugðist sé við vanda þeirra á faglegan og skilvirkan hátt. Það er sannfæring mín að með ofangreindri þjónustu Neyðarlínunnar 112 leggi starfsfólk hennar sitt af mörkum til að standa þétt vörð um börn og réttindi þeirra. Þannig geta börn og fullorðnir óhikað haft samband og komið á framfæri áhyggjum sínum um velferð barna. Neyðarlínan 112 viðheldur þannig því hlutverki sínu að vera mikilvægur hlekkur í grunnþjónustu við landsmenn í neyð á öllum aldursskeiðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er á ábyrgð foreldra að styðja við þroska og velferð barna sinna. Í faðmi fjölskyldunnar eiga þau að njóta skjóls og verndar. Þegar í skóla er komið eiga þau einnig að fá tækifæri til að dafna og þroskast á sínum eigin forsendum. Á þann hátt eru þau undirbúin til að takast á við krefjandi verkefni seinna á lífsleiðinni. Það liggur fyrir að uppvaxtarskilyrðum sumra barna hér á landi er ábótavant og þau njóta ekki þess öryggis sem þau eiga rétt á. Mörg börn hafa t.d. reynslu af ofbeldi innan sem utan veggja heimilisins. Ofbeldi gegn börnum tekur á sig margar myndir en oftast er um að ræða líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi, auk vanrækslu. Í vaxandi mæli er nú einnig farið að skilgreina reynslu barna af átökum á heimilum sínum sem sérstaka tegund ofbeldis gegn þeim. Allt of mörg börn segja frá reynslu sem þessari og umræða undanfarnar vikur gefur til kynna að umfang vandans sé meira en við höfum gert okkur grein fyrir.112 er líflína margra Börn sem upplifa ofbeldi þurfa að eiga sér griðastað þegar vonbrigðin og reiðin blossa yfir vondri meðferð eða líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þá þarf barnið að hafa möguleika á því að hafa sjálft samband við einhvern sem getur og vill hjálpa. Neyðarlínan 112 hefur á liðnum árum verið líflína margra, en þangað hafa landsmenn getað leitað sér hjálpar í neyð. Börn geta hringt þangað í neyð og fullorðnir með slíka vitneskju geta haft samband við Neyðarlínuna og komið áhyggjum sínum á framfæri. Öll slík atvik eru sérstaklega skráð og upplýsingum skilvirkt komið áleiðis til viðkomandi barnaverndarnefndar. Ef þörf krefur er brugðist tafarlaust við en í öðrum tilvikum beðið til næsta dags. Markmiðið með þessari þjónustu er að gefa almenningi greiða leið til að koma áhyggjum sínum um velferð barna á framfæri. Þannig styður Neyðarlínan 112 við að brugðist sé við vanda þeirra á faglegan og skilvirkan hátt. Það er sannfæring mín að með ofangreindri þjónustu Neyðarlínunnar 112 leggi starfsfólk hennar sitt af mörkum til að standa þétt vörð um börn og réttindi þeirra. Þannig geta börn og fullorðnir óhikað haft samband og komið á framfæri áhyggjum sínum um velferð barna. Neyðarlínan 112 viðheldur þannig því hlutverki sínu að vera mikilvægur hlekkur í grunnþjónustu við landsmenn í neyð á öllum aldursskeiðum.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun