Fótbolti

Skipta þau á Ancelotti og Mourinho?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti er orðaður við starfið hans Jose Mourinho hjá Real Madrid. 
Nordicphotos/Getty
Carlo Ancelotti er orðaður við starfið hans Jose Mourinho hjá Real Madrid. Nordicphotos/Getty
Franska blaðið Le Parisien hefur heimildir fyrir viðræðum á milli Carlos Ancelotti, stjóra franska liðsins PSG, og forráðamanna spænska stórliðsins Real Madrid. Það er því líklegt að mati þessa annars stærsta dagblaðs Frakklands að Ancelotti taki við liði Real Madrid í sumar.

Framtíð Carlos Ancelotti hjá Paris Saint-Germain hefur verið í uppnámi en núverandi samningur hans rennur út í sumar. PSG er með klausu í samningnum sem gefur félaginu tækifæri á að framlengja samninginn um eitt ár svo framarlega sem liðið kemst aftur í Meistaradeildina.

José Mourinho, núverandi stjóri Real Madrid, er væntanlega á sínu síðasta tímabili með Real Madrid og hefur verið sterklega orðaður við Paris Saint-Germain. Svo gæti því farið að PSG og Real skipti hreinlega á þeim Ancelotti og Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×