Bættu hámarkinu aftur inn eftir athugasemdir tollstjóra Þorgils Jónsson skrifar 21. febrúar 2013 07:00 Rauða eða græna hliðið? Eftir að ný tollalög taka gildi um næstu mánaðamót verður leyfilegt að taka með sér að utan tollfrjálsan varning að upphæð 88.000 krónur, en hver hlutur má ekki kosta meira en 44.000. FRéttablaðið/Anton Tollalög sem voru samþykkt á þingi fyrir jólafrí og taka gildi um næstu mánaðamót fela enn í sér hámarksverðmæti fyrir stakan hlut sem ferðamenn taka með sér tollfrjálst til landsins. Það er þrátt fyrir að á fyrri stigum málsins hafi þess verið sérstaklega getið að slíks væri ekki þörf. Frumvarpið var samþykkt á lokaspretti fyrir jólafrí þingsins. Fréttablaðið tók málið til umfjöllunar fyrr í vetur og vakti athygli á því að ákvæði tollalaga um verðmæti tollfrjáls varnings hefðu ekki breyst í samræmi við gengisþróun. Í kjölfar þess var málið tekið upp í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem meirihlutinn lagði til í áliti sínu hinn 19. desember að fjárhæðarviðmið vegna tollfrjáls innflutnings myndi hækka úr 65.000 krónum upp í 88.000 og hámark á verðmæti staks hlutar, sem áður var 32.500, yrði afnumið. Taldi meirihlutinn „ekki þörf á að hafa sérstök mörk fyrir verðmæti einstaks hlutar". Þannig hélst málið í gegnum aðra umræðu á þingi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, kom hins vegar fram með breytingartillögu fyrir þriðju umræðu, sem fór fram eftir miðnætti sama dag, þar sem leyfilegt verðmæti er hækkað fyrir fyrrnefnda hópa, en almennt hámarksverðmæti einstaks hlutar tekið inn á ný og þá að upphæð 44.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt og þingi var frestað daginn eftir. Ekki náðist í Helga við vinnslu fréttarinnar, en Magnús Orri Schram, samflokksmaður hans sem situr einnig í nefndinni, sagði spurður að breytingin hefði átt sér skamman aðdraganda. „Tollstjóraembættið áleit að brottfall hámarks á verðmæti einstaks hlutar úr lögunum gæti leitt til óskýrleika í framkvæmd. Því var ákveðið að færa mörkin aftur inn, en það var hins vegar ákveðið að breyta ákvæðinu við næstu endurskoðun laganna." Inntur eftir því hvenær af því gæti orðið sagði Magnús það óvíst, en stefnt væri að því að það yrði á yfirstandandi þingi. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd, deilir bæði á málið sjálft og meðferð þess. „Það segir sig alveg sjálft að hámarksverð fyrir stakan hlut er kjánalegt, en þetta er enn ein staðfestingin um að við þurfum að breyta vinnubrögðum í þinginu, því að það er ekki skynsamlegt að vera að vinna svona mál í tímaþröng um miðjar nætur. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Tollalög sem voru samþykkt á þingi fyrir jólafrí og taka gildi um næstu mánaðamót fela enn í sér hámarksverðmæti fyrir stakan hlut sem ferðamenn taka með sér tollfrjálst til landsins. Það er þrátt fyrir að á fyrri stigum málsins hafi þess verið sérstaklega getið að slíks væri ekki þörf. Frumvarpið var samþykkt á lokaspretti fyrir jólafrí þingsins. Fréttablaðið tók málið til umfjöllunar fyrr í vetur og vakti athygli á því að ákvæði tollalaga um verðmæti tollfrjáls varnings hefðu ekki breyst í samræmi við gengisþróun. Í kjölfar þess var málið tekið upp í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem meirihlutinn lagði til í áliti sínu hinn 19. desember að fjárhæðarviðmið vegna tollfrjáls innflutnings myndi hækka úr 65.000 krónum upp í 88.000 og hámark á verðmæti staks hlutar, sem áður var 32.500, yrði afnumið. Taldi meirihlutinn „ekki þörf á að hafa sérstök mörk fyrir verðmæti einstaks hlutar". Þannig hélst málið í gegnum aðra umræðu á þingi. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, kom hins vegar fram með breytingartillögu fyrir þriðju umræðu, sem fór fram eftir miðnætti sama dag, þar sem leyfilegt verðmæti er hækkað fyrir fyrrnefnda hópa, en almennt hámarksverðmæti einstaks hlutar tekið inn á ný og þá að upphæð 44.000 krónur. Frumvarpið var samþykkt og þingi var frestað daginn eftir. Ekki náðist í Helga við vinnslu fréttarinnar, en Magnús Orri Schram, samflokksmaður hans sem situr einnig í nefndinni, sagði spurður að breytingin hefði átt sér skamman aðdraganda. „Tollstjóraembættið áleit að brottfall hámarks á verðmæti einstaks hlutar úr lögunum gæti leitt til óskýrleika í framkvæmd. Því var ákveðið að færa mörkin aftur inn, en það var hins vegar ákveðið að breyta ákvæðinu við næstu endurskoðun laganna." Inntur eftir því hvenær af því gæti orðið sagði Magnús það óvíst, en stefnt væri að því að það yrði á yfirstandandi þingi. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd, deilir bæði á málið sjálft og meðferð þess. „Það segir sig alveg sjálft að hámarksverð fyrir stakan hlut er kjánalegt, en þetta er enn ein staðfestingin um að við þurfum að breyta vinnubrögðum í þinginu, því að það er ekki skynsamlegt að vera að vinna svona mál í tímaþröng um miðjar nætur.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira