Spillingin er alls staðar Arnór Bragi Elvarsson skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Í Háskóla Íslands sitja um það bil fimmtán þúsund manns á skólabekk. Það eru u.þ.b. 5% þjóðarinnar. Til samanburðar er stærsta fyrirtæki landsins, Bakkavör Group, með 18 þúsund starfsmenn um allan heim. Háskólinn er nokkuð stórt batterí. Í miðri kosningabaráttu til setu í Stúdentaráði kemur upp sú staða að birt er frétt um tvo ráðsmeðlimi úr Stúdentaráði 2011-2012 sem misnotuðu úttektarkort á kostnað Stúdentaráðs. Fjárdrátturinn nam rúmri hálfri milljón króna. Undirritaður ímyndar sér að þetta sé hlutfallslega sambærilegt því ef þingmaður fengi aðgang að debetkortareikningi Ríkissjóðs og keypti sér bíl og húsnæði á kostnað sjóðsins, væri slíkur reikningur til. Gerð er grein fyrir því að ráðsmeðlimir minnihluta Stúdentaráðs bentu á þennan óútskýrða útgjaldalið í ársreikningi Stúdentaráðs. Ef þessir meðlimir væru ekki glöggir, hefði þá ekkert verið gert? Burtséð frá því, þá hefur skuldin verið greidd og stjórn Stúdentaráðs segir málinu lokið. En er virkilega réttlætanlegt að engin eftirmál verði? Má þagga niður í þessum stormi? Margir kalla Stúdentaráð HÍ stökkpallinn til setu á Alþingi. Ég spyr: Viljum við kenna stjórnmálamönnum framtíðarinnar að skuli þeir draga fé, nýta sér umboð sitt og brjóta lög, þá þurfi þeir ekki nema að endurgreiða skuldina í því tilfelli að það komist upp um slík brot? Er þetta lexía sem við viljum kenna börnunum okkar?Engar fundagerðir gefnar út Undirritaður tekur undir orð oddvita Röskvu og kallar eftir frekari gegnsæi, bæði í fjármálum og fundargerðum Stúdentaráðs, en sitjandi Stúdentaráð hefur hingað til hunsað eigin lög og ekki gefið út fundargerðir funda sinna fyrir líðandi kjörtímabil, þrátt fyrir annars góða frammistöðu. Maður hefði haldið að Stúdentaráð, hagsmunasamtök sem tala fyrir hönd 15 þúsund háskólanemenda, væru siðmikil saklaus samtök sem berjast fyrir hagsmunum námsmanna og krefjast nýs heftara í VR-II, sem er löngu orðið tímabært. En ljóst er að spillingin er alls staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Í Háskóla Íslands sitja um það bil fimmtán þúsund manns á skólabekk. Það eru u.þ.b. 5% þjóðarinnar. Til samanburðar er stærsta fyrirtæki landsins, Bakkavör Group, með 18 þúsund starfsmenn um allan heim. Háskólinn er nokkuð stórt batterí. Í miðri kosningabaráttu til setu í Stúdentaráði kemur upp sú staða að birt er frétt um tvo ráðsmeðlimi úr Stúdentaráði 2011-2012 sem misnotuðu úttektarkort á kostnað Stúdentaráðs. Fjárdrátturinn nam rúmri hálfri milljón króna. Undirritaður ímyndar sér að þetta sé hlutfallslega sambærilegt því ef þingmaður fengi aðgang að debetkortareikningi Ríkissjóðs og keypti sér bíl og húsnæði á kostnað sjóðsins, væri slíkur reikningur til. Gerð er grein fyrir því að ráðsmeðlimir minnihluta Stúdentaráðs bentu á þennan óútskýrða útgjaldalið í ársreikningi Stúdentaráðs. Ef þessir meðlimir væru ekki glöggir, hefði þá ekkert verið gert? Burtséð frá því, þá hefur skuldin verið greidd og stjórn Stúdentaráðs segir málinu lokið. En er virkilega réttlætanlegt að engin eftirmál verði? Má þagga niður í þessum stormi? Margir kalla Stúdentaráð HÍ stökkpallinn til setu á Alþingi. Ég spyr: Viljum við kenna stjórnmálamönnum framtíðarinnar að skuli þeir draga fé, nýta sér umboð sitt og brjóta lög, þá þurfi þeir ekki nema að endurgreiða skuldina í því tilfelli að það komist upp um slík brot? Er þetta lexía sem við viljum kenna börnunum okkar?Engar fundagerðir gefnar út Undirritaður tekur undir orð oddvita Röskvu og kallar eftir frekari gegnsæi, bæði í fjármálum og fundargerðum Stúdentaráðs, en sitjandi Stúdentaráð hefur hingað til hunsað eigin lög og ekki gefið út fundargerðir funda sinna fyrir líðandi kjörtímabil, þrátt fyrir annars góða frammistöðu. Maður hefði haldið að Stúdentaráð, hagsmunasamtök sem tala fyrir hönd 15 þúsund háskólanemenda, væru siðmikil saklaus samtök sem berjast fyrir hagsmunum námsmanna og krefjast nýs heftara í VR-II, sem er löngu orðið tímabært. En ljóst er að spillingin er alls staðar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar