"Umræða um grænmetisætur einkennist af vanþekkingu“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. september 2013 19:50 Það verður að taka tillit til mismunandi lífstíls fólks í nútímasamfélagi. Þetta segir móðir þriggja ára drengs sem neitað er um grænmetisrétti í leikskóla í Kópavogi. Sigrún Jóelsdóttir flutti nýlega úr Skerjafirði til Kópavogs ásamt fjölskyldu sinni. Þriggja ára gamall sonur hennar hefur hingað til verið í einkareknum leikskóla þar sem boðið er upp á grænmetisfæði. Í Kópavogi er ekki komið til móts við foreldra sem óska eftir því að börnin sín fái grænmetisfæði að öðru leyti en að foreldrum er boðið að senda börnin með nesti í skólann. Sesselja Hauksdóttir, deildarstjóri leikskólasviðs Kópavogsbæjar, sagði í samtali við fréttastofu að í handbók skólastjórnenda komi fram að ef sérþarfir barna valdi miklum tilkostnaði eða mikilli vinnu matráðs skulu foreldrar koma með mat fyrir barnið. Sérstakur matur er þó útbúinn fyrir börn sem eru með ofnæmi. Þá tók Sesselja einnig fram að þörfum barna sem ekki geti borðað svínakjöt sé mætt. „Mér finnst þetta skjóta mjög skökku við. Í mínum huga er ekki flókið að taka tillit til þarfa í matarræði. Eins og hefur komið fram er tekið tillit til þess þegar börn eru með ofnæmi eða geta ekki neytt ákveðins matar vega trúar. Mér finnst það ekki vera mitt einkamál að það sé tekið tillit til lífsgilda fólks og mér finnst ekki að ég eigi að þurfa að útskýra mínar ástæður eða sýna fram á helsufar barnanna minna til þess að það sé tekið tillit til okkar í þessum málum. Ég geri athugasemd við þetta og vil að þetta sé skoðað,“ segir Sigrún. Frétt sem birtist á Vísi.is um málið hefur vakið mikla athygli. Fjölmargir hafa tjáð sig í kommentakerfi fréttarinnar og ljóst að fólk hefur sterkar skoðanir á matarræði barna. Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, formaður fræðslunefndar í Félagi grænmetisæta, segir umræðuna einkennast af vanþekkingu og fordómum. „Við viljum öll láta bera virðingu fyrir okkar lífsgildum. Hvort sem við erum ákveðinnar trúar, kynhneigðar eða hvað sem það er. Við ættum öll að berjast fyrir því að það sé borin virðing fyrir því hvernig við viljum lifa lífinu.“ Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Það verður að taka tillit til mismunandi lífstíls fólks í nútímasamfélagi. Þetta segir móðir þriggja ára drengs sem neitað er um grænmetisrétti í leikskóla í Kópavogi. Sigrún Jóelsdóttir flutti nýlega úr Skerjafirði til Kópavogs ásamt fjölskyldu sinni. Þriggja ára gamall sonur hennar hefur hingað til verið í einkareknum leikskóla þar sem boðið er upp á grænmetisfæði. Í Kópavogi er ekki komið til móts við foreldra sem óska eftir því að börnin sín fái grænmetisfæði að öðru leyti en að foreldrum er boðið að senda börnin með nesti í skólann. Sesselja Hauksdóttir, deildarstjóri leikskólasviðs Kópavogsbæjar, sagði í samtali við fréttastofu að í handbók skólastjórnenda komi fram að ef sérþarfir barna valdi miklum tilkostnaði eða mikilli vinnu matráðs skulu foreldrar koma með mat fyrir barnið. Sérstakur matur er þó útbúinn fyrir börn sem eru með ofnæmi. Þá tók Sesselja einnig fram að þörfum barna sem ekki geti borðað svínakjöt sé mætt. „Mér finnst þetta skjóta mjög skökku við. Í mínum huga er ekki flókið að taka tillit til þarfa í matarræði. Eins og hefur komið fram er tekið tillit til þess þegar börn eru með ofnæmi eða geta ekki neytt ákveðins matar vega trúar. Mér finnst það ekki vera mitt einkamál að það sé tekið tillit til lífsgilda fólks og mér finnst ekki að ég eigi að þurfa að útskýra mínar ástæður eða sýna fram á helsufar barnanna minna til þess að það sé tekið tillit til okkar í þessum málum. Ég geri athugasemd við þetta og vil að þetta sé skoðað,“ segir Sigrún. Frétt sem birtist á Vísi.is um málið hefur vakið mikla athygli. Fjölmargir hafa tjáð sig í kommentakerfi fréttarinnar og ljóst að fólk hefur sterkar skoðanir á matarræði barna. Sæunn Ingibjörg Marínósdóttir, formaður fræðslunefndar í Félagi grænmetisæta, segir umræðuna einkennast af vanþekkingu og fordómum. „Við viljum öll láta bera virðingu fyrir okkar lífsgildum. Hvort sem við erum ákveðinnar trúar, kynhneigðar eða hvað sem það er. Við ættum öll að berjast fyrir því að það sé borin virðing fyrir því hvernig við viljum lifa lífinu.“
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira