Sérfræðingur varar við notkun Íbúfens Jón Hákon Halldórsson skrifar 31. maí 2013 07:00 Sérfræðingur vill að íbúfen verði lyfseðilsskylt Ný rannsókn sýnir að neysla verkjalyfsins Íbúfens eykur hættuna á hjartavandamálum og hjartaáföllum verulega. Íbúfen er eitt mest notaða verkjalyfið í dag, eftir því sem fram kemur á vefnum MX.dk þar sem fjallað er um rannsóknina. 350 þúsund einstaklingar voru kannaðir í rannsókninni en það var Gunnar Gíslason, íslenskur sérfræðingur í hjartalækningum við Gentofte-spítalann í Danmörku, sem stóð að henni. Hann telur mikilvægt að lyf sem innihalda íbúprófen verði lyfseðilsskyld. „Við höfum séð í eldri rannsóknum að næstum því 60% allra Dana nota Íbúfen og það er sláandi,“ segir Gunnar í samtali við MX.dk. Rannsóknin sýnir að þrír af hverjum 1.000 sjúklingum, sem eiga á hættu að fá hjartasjúkdóma, fá hjartaáfall eftir að hafa notað Íbúfen að staðaldri í eitt ár. Í einu af hverjum þremur tilfellum lætur viðkomandi lífið. „Menn nota Íbúfen við alls kyns verkjum en oft geta önnur lyf sem ekki hafa sömu aukaverkanir gert sama gagn og Íbúfen,“ segir Gunnar. Fréttablaðið náði ekki tali af Gunnari Gíslasyni í gær en Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, þekkir til rannsókna hans. Guðmundur tekur undir varnaðarorð Gunnars í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum lengi vitað að þessi lyf hækka blóðþrýsting. Þau geta haft skaðleg áhrif á nýrnastarfsemi en þetta er svona viðbót í sarpinn, að þau geti valdið hjartaáföllum. Þess vegna er vaxandi varkárni í að nota þessi lyf. Það bara vill svo til að þau eru stundum mjög dýrmæt til þess að gigtarsjúklingar geti lifað af nóttina, eða svo að segja, vegna verkja,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að sjaldnast noti fólk Íbúfen án ástæðu eða án þess að leiða hugann að aukaverkunum. Engu að síður sé hægt að draga enn frekar úr notkun lyfsins. „Það er ástæða til þess að benda á þessa áhættu,“ segir Guðmundur. Þetta sé sérstaklega mikilvægt ef fólk hefur hjartasjúkdóma eða er í sérstakri hættu á að fá slíka sjúkdóma.“ Gunnar Gíslason varar við því að Íbúfen sé ofnotað og vill að það verði gert lyfseðilskylt. Í Danmörku getur fólk nálgast það án lyfseðils í stórmörkuðum eða apótekum. Hér á Íslandi getur fólk keypt það án lyfseðils í næsta apóteki. „Íbúfen er ofnotað og ég tel að það eigi ekki að vera hægt að kaupa það í lausasölu,“ segir Gunnar í samtali við vefinn MX.dk. Guðmundur segir fulla ástæðu vera til þess að íhuga það að gera Íbúfen lyfsseðilskylt hér heima. Ábendingarnar um skaðsemina séu orðnar það alvarlegar. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Ný rannsókn sýnir að neysla verkjalyfsins Íbúfens eykur hættuna á hjartavandamálum og hjartaáföllum verulega. Íbúfen er eitt mest notaða verkjalyfið í dag, eftir því sem fram kemur á vefnum MX.dk þar sem fjallað er um rannsóknina. 350 þúsund einstaklingar voru kannaðir í rannsókninni en það var Gunnar Gíslason, íslenskur sérfræðingur í hjartalækningum við Gentofte-spítalann í Danmörku, sem stóð að henni. Hann telur mikilvægt að lyf sem innihalda íbúprófen verði lyfseðilsskyld. „Við höfum séð í eldri rannsóknum að næstum því 60% allra Dana nota Íbúfen og það er sláandi,“ segir Gunnar í samtali við MX.dk. Rannsóknin sýnir að þrír af hverjum 1.000 sjúklingum, sem eiga á hættu að fá hjartasjúkdóma, fá hjartaáfall eftir að hafa notað Íbúfen að staðaldri í eitt ár. Í einu af hverjum þremur tilfellum lætur viðkomandi lífið. „Menn nota Íbúfen við alls kyns verkjum en oft geta önnur lyf sem ekki hafa sömu aukaverkanir gert sama gagn og Íbúfen,“ segir Gunnar. Fréttablaðið náði ekki tali af Gunnari Gíslasyni í gær en Guðmundur Þorgeirsson, hjartalæknir og prófessor við Háskóla Íslands, þekkir til rannsókna hans. Guðmundur tekur undir varnaðarorð Gunnars í samtali við Fréttablaðið. „Við höfum lengi vitað að þessi lyf hækka blóðþrýsting. Þau geta haft skaðleg áhrif á nýrnastarfsemi en þetta er svona viðbót í sarpinn, að þau geti valdið hjartaáföllum. Þess vegna er vaxandi varkárni í að nota þessi lyf. Það bara vill svo til að þau eru stundum mjög dýrmæt til þess að gigtarsjúklingar geti lifað af nóttina, eða svo að segja, vegna verkja,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að sjaldnast noti fólk Íbúfen án ástæðu eða án þess að leiða hugann að aukaverkunum. Engu að síður sé hægt að draga enn frekar úr notkun lyfsins. „Það er ástæða til þess að benda á þessa áhættu,“ segir Guðmundur. Þetta sé sérstaklega mikilvægt ef fólk hefur hjartasjúkdóma eða er í sérstakri hættu á að fá slíka sjúkdóma.“ Gunnar Gíslason varar við því að Íbúfen sé ofnotað og vill að það verði gert lyfseðilskylt. Í Danmörku getur fólk nálgast það án lyfseðils í stórmörkuðum eða apótekum. Hér á Íslandi getur fólk keypt það án lyfseðils í næsta apóteki. „Íbúfen er ofnotað og ég tel að það eigi ekki að vera hægt að kaupa það í lausasölu,“ segir Gunnar í samtali við vefinn MX.dk. Guðmundur segir fulla ástæðu vera til þess að íhuga það að gera Íbúfen lyfsseðilskylt hér heima. Ábendingarnar um skaðsemina séu orðnar það alvarlegar.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira