Ósáttur við aðalskipulag borgarinnar 31. maí 2013 19:05 Nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar verður auglýst í næstu viku. Einhugur hefur verið sagður um málið í borgarstjórn, enda hafa allir flokkar komið að skipulagsvinnunni. Júlíus Vífill Ingvarsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir að sátt sé um aðferðarfræðina og nálgunina, niðurstaðan sé hinsvegar meirihlutans og hann sé ekki sáttur við hana þó mörg flokksystkina hans séu það. Hann segir enga ósátt í flokknum vegna þessa, menn geti haft ýmsar skoðanir á málinu þó að leiðir skilji ekki. Hann ætli ekki að styðja nýja aðalskipulag þegar kosið verður um það í borgarstjórn. Júlíus Vífill er ósáttur við stefnu meirihlutans um 80% þéttingu byggða sem hann segir mjög einsleita og miðborgarmiðaða, fjölbreytileikinn sé ekki hafður að leiðarljósi. Landið í miðborginni sé dýrt og óumflýjanlegt að þar verði byggðar dýrar íbúðir. „Við þurfum ekki að byggja íbúðir fyrir vel stætt miðaldra fólk í Reykjavík. Við þurfum að byggja íbúðir og byggja hverfi fyrir ungar fjölskyldur." Júlíus Vífill segir aðalskipulagið talsvert gildishlaðið þegar komið að úthverfum borgarinnar og þar sé talað um gengdarlausa útþennslustefnu. „Mér finnst þetta einhæft og mér finnst þetta þröngsýnt. Mér finnst lítill skilningur á því að fólk hefur fjölbreytilegar óskir og fjölbreytilegar þarfir og fjölskyldur eru ólíkar." Hann segir það áhyggjuefni að ungar fjölskyldur kjósi frekar að búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, það sýni sig meðal annars í að fæðingum fjölgi hægar í Reykjavík en þar og grunnskólanemendum fari fækkandi í Reykjavík en fjölgi í nágrannasveitarfélögum. „Þétting byggðar er ekki aðeins þétting byggðar innan þessa lokaða 101 ramma heldur hlýtur þétting byggðar líka að vera það að nýta þá þjónustu og uppbyggingu sem er í öðrum hverfum borgarinnar líka því þetta snýst fyrst og fremst um að nýta þær fjárfestingar sem þegar hafa verið gerðar í þessum hverfum," segir Júlíus Vífill. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar verður auglýst í næstu viku. Einhugur hefur verið sagður um málið í borgarstjórn, enda hafa allir flokkar komið að skipulagsvinnunni. Júlíus Vífill Ingvarsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir að sátt sé um aðferðarfræðina og nálgunina, niðurstaðan sé hinsvegar meirihlutans og hann sé ekki sáttur við hana þó mörg flokksystkina hans séu það. Hann segir enga ósátt í flokknum vegna þessa, menn geti haft ýmsar skoðanir á málinu þó að leiðir skilji ekki. Hann ætli ekki að styðja nýja aðalskipulag þegar kosið verður um það í borgarstjórn. Júlíus Vífill er ósáttur við stefnu meirihlutans um 80% þéttingu byggða sem hann segir mjög einsleita og miðborgarmiðaða, fjölbreytileikinn sé ekki hafður að leiðarljósi. Landið í miðborginni sé dýrt og óumflýjanlegt að þar verði byggðar dýrar íbúðir. „Við þurfum ekki að byggja íbúðir fyrir vel stætt miðaldra fólk í Reykjavík. Við þurfum að byggja íbúðir og byggja hverfi fyrir ungar fjölskyldur." Júlíus Vífill segir aðalskipulagið talsvert gildishlaðið þegar komið að úthverfum borgarinnar og þar sé talað um gengdarlausa útþennslustefnu. „Mér finnst þetta einhæft og mér finnst þetta þröngsýnt. Mér finnst lítill skilningur á því að fólk hefur fjölbreytilegar óskir og fjölbreytilegar þarfir og fjölskyldur eru ólíkar." Hann segir það áhyggjuefni að ungar fjölskyldur kjósi frekar að búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, það sýni sig meðal annars í að fæðingum fjölgi hægar í Reykjavík en þar og grunnskólanemendum fari fækkandi í Reykjavík en fjölgi í nágrannasveitarfélögum. „Þétting byggðar er ekki aðeins þétting byggðar innan þessa lokaða 101 ramma heldur hlýtur þétting byggðar líka að vera það að nýta þá þjónustu og uppbyggingu sem er í öðrum hverfum borgarinnar líka því þetta snýst fyrst og fremst um að nýta þær fjárfestingar sem þegar hafa verið gerðar í þessum hverfum," segir Júlíus Vífill.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira