Lúðrasvetin Svanur, sem heldur upp á 83 ára afmælið í ár, er fjörug sveit með um fimmtíu spilandi hljóðfæraleikara frá 15 til 60 ára. Sveitin var stofnuð 1930 og fagnar 83 ára afmæli sínu 16. nóvember. Stjórnandi Lúðrasveitarinnar Svans er Brjánn Ingason, fagottleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands.
„Við erum um 50-60 núna en við vorum bara svona 15 þegar Svanurinn var stofnaður.“

„Gæði og kraftur tónlistarinnar hafa komið eldri félögum í sveitinni skemmtilega á óvart og óhætt að segja að mikill metnaður sé fyrir tónleikunum,“ segir Jón Ingvar.
Svanurinn fer til Þýskalands annað hvert ár og leikur þar á lúðrasveitamóti þar sem þrjátíu lúðrasveitir víða að úr Evrópu koma saman. „Það er rosalega gaman að fara á þessi mót.“
Fram undan hjá Lúðrasveitinni Svani eru tónleikar í Norðurljósasal Hörpu á þriðjudaginn þar sem leikin verður tölvuleikjatónlist. „Við spilum tölvuleikjatónlist sem getur verið mjög flókin og erfið. Þarna verða mörg stór verk flutt úr leikjum eins Eve Online, World of Warcraft, Pokémon og Super Mario Bros,“ útskýrir Jón Ingvar.
Tónleikarnir fara fram í Norðurljósasalnum í Hörpu á þriðjudagskvöld og hefjast klukkan 20.00 og miðasala er á midi.is.