Lífið

Hugmyndaflugið vantar ekki í Instagram-leiknum

Netverslunin Skór.is státar af stærsta úrvali landsins af skóm á netinu.
Netverslunin Skór.is státar af stærsta úrvali landsins af skóm á netinu.
Netverslunin Skór.is er komin á Instagram og af því tilefni hefur verslunin farið í gang með leik sem gefur vinkonuhópum færi á að vinna þá skó sem þær óska sér.

Fjöldi skemmtilegra mynda hefur nú þegar borist í leikinn og greinilegt að hugmyndaflugið vantar ekki hjá sumum að sögn aðstandenda netverslunarinnar.

Leikurinn er afar einfaldur. Það eina sem þú þarft að gera er að elta @skorisnetverslun á Instagram, setja inn skemmtilega, hressa og öðruvísi mynd af vinkonuhópnum á Instagram, merkja myndina #óskaleikur og tagga þá sem hægt er og deila myndinni á Facebook. Enn fremur þarf að taka stillinguna „Posts are private“ af á Instagram.

Dómnefnd tilnefnir tíu bestu myndirnar þann 1. desember og verður verðlaunamyndin tilkynnt 6. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.