Ræðan var stutt og laggóð og Kanye bauð meðal annars öllum nemendum miða á tónleika sem hann heldur þar í borg í kvöld.
Í lok ræðunnar verður Kanye örlítið vandræðalegur, sem er ekki algengt þegar um stjórstjörnuna er að ræða, þegar hann talar um sviðið á tónleikunum í kvöld.
„Ég er dálítið óöruggur vegna þess að ég er að sýna sviðið mitt arkítektum og það eru gallar í sviðsmyndinni,“ segir Kanye meðal annars.
Myndband af ræðunni má sjá hér að neðan.