Innlent

Mikil sorg á bænastund í Grafavogskirkju

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Um fimm hundruð manns kom saman í Grafavogskirkju til að minnast stúlkunnar.
Um fimm hundruð manns kom saman í Grafavogskirkju til að minnast stúlkunnar.
„Það var minningarathöfn í kvöld sem var falleg og mikilvæg en erfið,“ segir Séra Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju á dv.is.

Í kvöld var haldin bænastund til minningar um 21 árs konu sem varð bráðkvödd aðfaranótt laugardags á höfuðborgarsvæðinu. Hún mun hafa verið í einkasamkvæmi í Vesturbænum. Ekki liggur fyrir dánarorsök en að svo stöddu verður málið ekki rannsakað sem sakamál.

Konan var vinamörg og hafa vinir stúlkunnar tjáð sorg sína á fésbókarsíðu hennar. Séra Guðrún segir mikla sorg ríkja vegna fráfalls konunnar og að um fimm hundruð manns hafi komið saman í kirkjunni í kvöld til að minnast hennar.

Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×