Innlent

Kona lést í einkasamkvæmi um helgina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stúlkan var bráðkvödd á heimili í Vesturbænum.
Stúlkan var bráðkvödd á heimili í Vesturbænum.
Kona á þrítugsaldri lést aðfaranótt laugardags á höfuðborgarsvæðinu en hún mun hafa verið í einkasamkvæmi í Vesturbænum.

Samkvæmt heimildum Vísis voru aðrir gestir í samkvæminu teknir til yfirheyrslu en þeim sleppt strax af þeim loknum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verst allra frétta af málinu en rannsóknin ku vera á algjöru frumstigi.

Ekki liggur fyrir dánarörsök en að svo stöddu verður málið ekki rannsakað sem sakamál.

Vinir stúlkunnar hafa tjáð sorg sína á fésbókarsíðu hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×