Fótbolti

Svona mikið drakk Gazza á hverjum degi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Gascoigne.
Paul Gascoigne. Mynd/Nordic Photos/Getty
Enska knattspyrnugoðsögnin Paul Gascoigne var lagður inn á spítala í síðustu viku eftir að hafa algjörlega misst stjórn á áfengis- og vímuefnaneyslu sinni. Nú er farið að koma fram í dagsljósið það ótrúlega magn sem Gazza neytti af áfengi og lyfjum á hverjum degi.

Shane Abbott, 36 ára maður sem bjó með Paul Gascoigne þar til fyrir tveimur vikum, var í viðtali við slúðurblaðið Daily Star og hann fór þar yfir lífernið á hinum 45 ára gamla Gazza.

Dagsskammtur Gazza voru tveir lítrar af gini, tíu til fimmtán bjórdósir og 30 valíumtöflur auk þess að neyta sterkari vímuefna.

„Hann var algjörlega búinn að missa alla stjórn. Hann drakk tvo lítra af gini á dag og blandaði því út í bjór. Hann kláraði auðveldlega tíu dósir og þær urðu oft á endanum fimmtán talsins. Það var samt aldrei nóg og hann hætti ekki fyrr en hann drapst áfengisdauða á gólfinu," lýsir Shane Abbott.

Abbott sagðist haga einnig orðið mörgum sinnum vitni af því þegar Gazza sprautaði sig með kókaíni en hann stakk nálunum í fótinn til þess að fólk sæi ekki stunguförin. „Það var hryllilegt að sjá hvernig hann fór með sig," sagði Abbott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×