Fótbolti

Drogba má spila með Galatasaray

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Drogba á æfingu með Galatasaray í gær.
Drogba á æfingu með Galatasaray í gær. Nordic Photos / AFP
Didier Drogba fékk í dag leyfi frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, til að spila með tyrkneska félaginu Galatasaray.

Drogba samdi við Galatasaray í síðasta mánuði en kínverska félagið Shanghai Shenhua hélt þá fast í að Drogba væri enn á samningi hjá félaginu.

Umboðsmaður Drogba sagði þá að skjólstæðingi sínum væri frjálst að fara annað þar sem ekki hefði verið staðið við launagreiðslur.

Ákvörðun FIFA er þó aðeins tímabundin og á enn eftir að úrskurða endanlega í hans máli. En þangað til verður Drogba heimilt að spila með Galatasaray.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×